Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Aðalsteinn Leifs Maríuson. (t.h.)
Aðalsteinn Leifs Maríuson. (t.h.)
Líf og starf 24. júní 2024

Drottningarfórn fyrir mát

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson.

Það er fátt skemmtilegra í skák en að fórna drottningu fyrir mát. Það er þó sjaldgæft að sú staða komi upp og þó nokkur dæmi eru um að skákmenn, sem hafa fengið upp þannig stöðu, missa af því og sjá það ekki fyrr en eftir á, þegar skákinni er lokið.

Aðalsteinn Leifs Maríuson, sem á ættir sínar að rekja í Hlíðskóga í Bárðardal, tefldi stutta en snarpa skák fyrir skákfélagið Goðann á Íslandsmóti skákfélaga í mars árið 2023. Skákin endaði með því að Aðalsteinn mátaði andstæðing sinn í aðeins 15 leikjum, eftir að hafa boðið drottninguna sína á silfurfati í 12. leik. Andstæðingur Aðalsteins þáði hana ekki, enda mjög svo grunsamlegt þegar þú færð svona boð upp í hendurnar. Hann valdi hins vegar ekki besta leikinn í kjölfarið og flæktist í þvinguðu mátneti þar sem hann þáði reyndar drottninguna á endanum, en þá var skákin töpuð.

Þetta var fyrsta kappskák Aðalsteins, en hann hafði fram að því einungis teflt atskákir eða hraðskákir.

Skák þessi vakti þó nokkra athygli meðal liðsfélaga hans því það er sjaldgæft að bjóða upp á drottningarfórn fyrir mát og hvað þá í sinni fyrstu kappskák. Aðalsteinn tefldi aðra ekki ósvipaða skák í október 2023 en reikna má með umfjöllun um hana síðar.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband. Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Aðalsteinn Leifs Maríuson (Goðinn) var með svart. Svartur á leik. 12....Dh3! (Hvítur má ekki drepa drottningu svarts þar sem Bh4 er mát) 13. fxe3 - Bh4+ 14. g3 - Dxg3+ 15. hxg3 - Bxg3 mát! Eftir 13. leik hvíts verður tap alltaf niðurstaðan.

Skylt efni: Skák

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...