Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Blómaskreytinganámskeið eru skemmtileg og gefandi.
Blómaskreytinganámskeið eru skemmtileg og gefandi.
Mynd / Guðríður Helgadóttir
Líf og starf 14. febrúar 2022

Endurmenntun sérsniðin fyrir þig

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Við Landbúnaðarháskóla Íslands hefur verið rekin endurmenntunardeild um árabil. Ýmist eru námskeið ætluð atvinnufólki í land­búnaðar­tengdum greinum, áhugafólki um ræktun eða úrvinnslu landbúnaðarafurða, umhverfismál, handverk og ýmislegt frumkvöðlastarf.

Mörg þessara námskeiða eru í umsjón starfsfólks Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi, þar sem íslensk garðyrkjufræðsla hefur verið stunduð í yfir 80 ár.

Grisjun

Undanfarið hefur verið haldið vinsælt námskeið í Garð­yrkjuskólanum á Reykjum í trjá­fellingum, grisjun skógarreita og meðferð keðjusaga og annarra verkfæra sem gott er að þekkja til. Öryggisatriði við störf í skóginum eru í fyrirrúmi ásamt því að auka þekkingu og færni í öllu sem lýtur að skógarumhirðu og þekkingu á skógarafurðum. Þetta námskeið er opið öllu áhugafólki, ekki eingöngu fagfólki, og verður haldið víðar um land seinna í vetur, til dæmis á Hallormsstað í lok febrúar. Önnur námskeið eru sniðin að þeim sem vilja læra hvernig staðið er að klippingu trjáa og runna í heimilisgarði og smærri trjáreitum.

Brunavarnir

Meðal annars hefur verið boðið upp á forvitnilegt námskeið um forvarnir gegn gróðureldum, í samvinnu við Brunavarnir Árnessýslu, Skógræktina og fleiri aðila. Þar er farið yfir lög og reglugerðir á skógarsvæðum og öðru ræktarlandi með tilliti til brunavarna og farið yfir fyrstu aðgerðir, búnað og aðferðir við brunavarnir á ræktarlandi. Þetta námskeið gæti hentað vel sumarbústaðaeigendum og forsvarsfólki orlofshverfa svo dæmi séu tekin.

Blómaskreytinganámskeið eru skemmtileg og gefandi

Í gegnum tíðina hafa páska- og vorskreytinganámskeið af ýmsu tagi verið vinsæl en þar er unnið með náttúruefni, páskablóm og vorblóm. Þau námskeið hafa verið opin öllum og byggð upp sem blanda af sýnikennslu af okkar færasta blómaskreytingafólki og verklegri kennslu og hentað bæði almennu áhugafólki og starfsfólki blómaverslana. Á vordögum verður boðið upp á námskeið með sænskum gestakennara í blómaskreytingum og verður það aðallega sniðið að þörfum fagfólks.

Blóm, grænmeti og garðagróður

Vinsæl námskeið sem snúa að ræktun blóma og grænmetis eru haldin á Garðyrkjuskólanum á hverju ári. Dæmi um námskeið sem haldin verða í vor eru Ræktun og umhirða pottaplantna, fyrir alla þá grænfingruðu blómaunnendur sem stunda inniræktun pottablóma, og Matjurtaræktun í óupphituðum gróðurhúsum, sem er ætlað almennum garðeigendum sem vilja bæta við þekkingu sína í fjölbreyttri matjurtarækt. Enn má nefna námskeiðið Fjölæringar, plöntuval og uppröðun í beð, sem er ætlað garðeigendum sem og þeim sem starfa við garðyrkju og skrúðgarðyrkjustörf. Farið verður í tegundir blóma fyrir beð og opin svæði út frá fagurfræðilegu sjónarhorni og búsvæðavali. Námskeið um trjá- og runnaklippingar fyrir áhugafólk er einnig á döfinni á Reykjum og er það bæði bóklegt og verklegt námskeið þar sem fjallað er um klippingar á helstu tegundum trjágróðurs í görðum og hvaða tól og tæki þarf til klippinganna. Rík áhersla er lögð á öryggismál. Námskeið fyrir starfsfólk í skólagörðum er fastur liður á vorin en þar er farið yfir helstu atriði matjurtaræktunar með það fyrir augum að þátttakendur geti leiðbeint ungu ræktunarfólki sem er að stíga sín fyrstu skref í matjurtaræktinni í skólagörðum sveitarfélaga.

Jarðvegur, umhverfi og náttúra

Á Reykjum eru haldin hleðslu­námskeið þar sem notað er íslenskt hleðsluefni, torf og grjót í veggi og smærri mannvirki. Unnið er með íslenska arfleifð í hleðslutækni.

Jarðgerð og umhirða safnhauga er áhugavert námskeið fyrir alla þá sem hafa áhuga á endurnýtingu lífrænna afurða sem til falla frá heimilum og görðum. Fjallað er um undirstöðuatriði jarðgerðar, hráefni, blöndunarhlutföll og nýtingu jarðgerðarefnis. Fleiri námskeið Endurmenntunar LbhÍ sem snúa að umhverfismálum og náttúrunýtingu eru t.d. Meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna og æðarrækt.

Sameiginlegt þessum nám­skeiðum er að þau eru bæði bókleg og verkleg, eftir því sem reglur leyfa. Á Reykjum á sér stað hægfara endurnýjun húsakosts og aðstöðu. Kaffi og hádegisverður er að jafnaði innifalið í námskeiðagjöldum.
Kynnið ykkur áhugaverða fræðslu á heimasíðunni: https://endurmenntun.lbhi.is/



Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...