Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Regnbogakindin, sem tekur á móti gestum þegar komið er í Sævang þar sem Sauðfjársetrið á Ströndum er til húsa.
Regnbogakindin, sem tekur á móti gestum þegar komið er í Sævang þar sem Sauðfjársetrið á Ströndum er til húsa.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 15. júní 2023

Erlendum gestum safnsins fjölgar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mikið verður um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar en auk fastasýningar um sauðfjárbúskap og sveitafólk á Ströndum verða þrjár sérsýningar inni í húsinu.

Úti er listaverka-, náttúruskoðunar- og söguslóð eftir göngustíg út á Orrustutangann. Einnig verða tvær stórhátíðir í sumar; dagana 14.–16. júlí verður Náttúrubarnahátíð með alls konar listviðburðum, smiðjum og útivist. Þar er ókeypis aðgangur og alltaf mikið líf og fjör. Svo er Íslandsmeistaramót í hrútadómum þann 20. ágúst en þangað koma bændur og búalið af öllu landinu til að keppa og horfa á.

Mikið verður um dýrðir þann dag, enda eru núna tuttugu ár síðan Strandamenn fundu þessa íþrótt upp og hófu að keppa í hrútaþukli.

Guðrún frá Lundi

Esther Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Sauðfjársetursins í Sævangi, segir sérsýningarnar í sumar mjög spennandi. „Við erum til dæmis með sýningu um rithöfundinn Guðrúnu frá Lundi uppi í kaffistofunni hjá okkur.

Þetta er sýning sem hefur verið á flakki um landið og höfundar hennar eru Kristín Sigurrós Einarsdóttir og Marín Hrafnsdóttir, sem er barnabarnabarn skáldsins. Guðrún skrifaði Dalalíf og ótal aðrar bækur og hefur alltaf verið feikivinsæl, hvað svo sem bókmenntafræðingar hafa sagt um hennar verk.

Aðrar sérsýningar á safninu í sumar eru um hvítabjarnakomur til Vestfjarða og á Strandir og svo er lítil sýning um förufólk fyrri alda, kynlega kvisti sem flökkuðu bæ af bæ og þáðu mat og húsaskjól,“ segir Esther.

Náttúrusmiðja með Ástu Þórisdóttur á einni Náttúrubarnahátíð Sauðfjársetursins, en önnur slík hátíð verður haldin í sumar dagana 14. til 16. júlí.

Rabarbarapæ hefur slegið í gegn

Esther segir að gestir séu almennt mjög sáttir og glaðir eftir heimsókn sína á Sauðfjársetrið. Hún segir að erlendum gestum hafi fjölgað mjög mikið. „Enda erum við með sýningartexta á ensku og þýsku, auk íslenskunnar.

Nú eru sýningartextar á frönsku líka að bætast við, sem er gott því það kemur þónokkuð af Frökkum sem eru reyndar sérlega áhugasamir um rabarbarapæ sem er til sölu í kaffistofunni. Það hefur ratað í einhverja vinsæla ferðahandbók að langbesta rabarbarakaka landsins fáist á Sauðfjársetrinu. Við skildum ekkert í þessu fyrst, þegar þeir komu einn af öðrum að kaupa af okkur köku,“ segir Esther hlæjandi.

Skylt efni: Sauðfjársetrið

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...