Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Formaður Félags tamningamanna, Sylvía Sigurbjörnsdóttir, bauð gesti velkomna á hálfrar aldar afmæli félagsins. Í ávarpi þakkaði hún stofnendum félagsins fyrir þá hugsjón og þann eldmóð að hafa komið félaginu á laggirnar fyrir rúmlega 50 árum síðan, fyrir það væru hestamenn þakklátir.
Formaður Félags tamningamanna, Sylvía Sigurbjörnsdóttir, bauð gesti velkomna á hálfrar aldar afmæli félagsins. Í ávarpi þakkaði hún stofnendum félagsins fyrir þá hugsjón og þann eldmóð að hafa komið félaginu á laggirnar fyrir rúmlega 50 árum síðan, fyrir það væru hestamenn þakklátir.
Mynd / Gígja D. Einarsdóttir
Líf og starf 26. febrúar 2024

Fagleg og fræðandi afmælissýning

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Hálfrar aldar afmæli Félags tamningamanna var haldið hátíðlegt þann 17. febrúar og af því tilefni var boðið til afmælissýningar í Lýsishöllinni í Fáki.

Félag tamningamanna var stofnað 10. apríl 1970, og er því gott betur en hálfrar aldar gamalt, en vegna heimsfaraldurs var afmælinu frestað á sínum tíma. Á starfsævi sinni hefur félagið haft það hlutverk að verja hagsmuni íslenska hestsins og talað fyrir sanngirni í allri meðferð, umönnun, tamningu og þjálfun hans.

Félagið bauð hestamönnum öllum til veislunnar sem var afar vegleg. Sýningaratriðin voru á heimsmælikvarða með tamningameisturum félagsins og afreksknöpum. Boðið var upp á afmælisköku og söngatriði auk þess sem saga félagsins var rituð og gefið út afmælisrit í tilefni hálfrar aldar afmælis. Málverkasýning Péturs Behrens, eins af stofnendum félagsins, setti hátíðlegan blæ á sýninguna.

Heimsmeistarinn og afreksknapinn Jóhanna Margrét Snorradóttir mætti með vel þjálfaðan og flottan klárhest, Kormák frá Kvistum. Umfjöllunarefni hennar var léttleiki og gaman var að sjá hversu lipurt og létt þeirra samspil var í þjálfun. Sýningin endurspeglaði þá miklu vináttu og virðingu sem ríkti milli hests og knapa.

Sylvía Sigurbjörnsdóttir, formaður félagsins, var afar ánægð með daginn og sýninguna í heild sinni. „Dagurinn var mjög ánægjulegur, sérstaklega var gaman að sjá hversu mikill áhugi meðal almennings er að bæta við sig þekkingu því hér var nánast setið í hverju sæti og fullt hús af fólki í allan dag.

Þetta er einstakt tækifæri að fá að fylgjast með meisturum félagsins og okkar fremstu knöpum og deila með okkur hinum hvernig þau temja og þjálfa hesta sína. Segja má að atriðin hér í dag hafi verið mjög fjölbreytt en áttu öll það sameiginlegt að hafa virðingu og kærleik í samskiptum við hestinn að leiðarljósi.“

Fyrrum formönnum félagsins var þakkað fyrir störf sín sem og stofnendum félagsins. Gullmerki Félags tamningamanna var veitt Trausta Þór Guðmundssyni fyrir störf sín í þágu félagsins og íslenska hestsins. Það var einróma álit gesta að sýningin hafi verið afar skemmtileg og vel heppnuð í alla staði.

Tamningameistarar félagsins frá upphafi eru sex talsins. T.f.v. Mette Mannseth, Þórarinn Eymundsson, Benedikt Líndal, Sigurbjörn Bárðarson og Eyjólfur Ísólfsson. Reynir Aðalsteinsson hlaut einnig nafnbótina Tamningameistari en er nú fallinn frá.

Tamningameistarinn Mette Mannseth mætti með ungan stóðhest úr eigin ræktun, Grímar frá Þúfum, 5 vetra. Mette lagði áherslu á jafnvægi hestsins í formi hringteyminga og vinnu við hendi. Gaman var að sjá hversu mikil gleði einkenndi þeirra vinnustund og hversu fús hesturinn var að vinna með sínum þjálfara.

Tamningameistarinn Eyjólfur Ísólfsson mætti með tvo afreksknapa í salinn, þau Aðalheiði Önnu Guðjónsdóttur og Ólaf Andra Guðmundsson. Yfirskrift atriðisins bar heitið Kenna – Skilja – Treysta. Eyjólfur hlaut óskipta athygli gesta enda einstakur viskubrunnur um hesta og reiðmennsku. Aðalheiður sat hestinn Hulinn frá Breiðstöðum og Ólafur Draum frá Feti. Báðir tveir glæstir gæðingar sem gaman var að horfa á – mjúkir, sáttir og vel þjálfaðir.

Lokaatriði afmælissýningarinnar bar heitið Gæðingasýning og átti vel við. Eyrún Ýr Pálsdóttir reið stóðhestinum Hyl frá Flagbjarnarholti sem vakti mikla eftirvekt fyrir framgöngu og fas. Teitur Árnason reið stóðhestinum Hafliða frá Bjarkarey og sýndi æfingar og afköst. Saman heppnaðist atriðið vel, ólíkir hestar en gullfallegir báðir tveir. Atriðið var sýnt undir lifandi söng Fríðu Hansen.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...