Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hópurinn Otoseed, sem gerði pappír úr fiskbeinum sem inniheldur fræ og hægt er að rækta blóm upp úr.
Hópurinn Otoseed, sem gerði pappír úr fiskbeinum sem inniheldur fræ og hægt er að rækta blóm upp úr.
Mynd / Matís
Líf og starf 15. október 2020

Fiski-nasl úr afskurði og blómapappír úr beinum

Höfundur: smh

Nýsköpunarkeppninni MAKE-athon á Íslandi, sem gekk út á að finna lausnir til að bæta nýtingu hliðarafurða í sjávarútvegi, lauk formlega 18. september með lokaathöfn og verðlaunaafhendingu. Tíu teymi kepptu með alls 50 þátttakendum og varð niðurstaðan að tvö lið voru útnefnd sigurvegarar; SOS-hópurinn sem framleiddi eins konar „pepperóní“ eða nasl úr fiskafgöngum og Otoseed-hópurinn sem framleiddi pappír úr fiskbeinum sem hefur þann eiginleika að upp úr honum spretta blóm, sé hann vökvaður.

MAKEathon á Íslandi var í umsjón Matís og stóð yfir í eina viku á fjórum stöðum á Íslandi; Reykjavík, Akureyri, Neskaupstað og Bolungarvík/Ísafirði, þar sem þátttakendur með fjölbreyttan bakgrunn spreyttu sig á verkefninu „Hvernig getum við aukið verðmæti hliðarafurða í sjávarútvegi til að gera vinnsluna sjálfbærari?“

MAKEathon á Íslandi er hluti sambærilegra evrópskra viðburða sem eru rekin undir verkefninu MAKE-it, sem stofnað var af EIT FOOD – sem er hluti af undirstofnun Evrópusambandsins. Í þessum verkefnum er lögð áhersla á sjálfbærni og nýsköpun meðal annars í matvælaframleiðslu í Evrópu.

Viðburðurinn fór að mestu fram með fjarfundarbúnaði og í gegnum samfélagsmiðla – og sömuleiðis lokaathöfnin. Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við FabLab á Íslandi og gefur þátttakendum frábært tækifæri til að kynnast nýsköpunarumhverfinu betur og jafnframt tækifæri til að þróa eigin vöru í kjölfar MAKEathon. 

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu
Líf og starf 27. desember 2024

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu

Á seinni hluta nítjándu aldar hófu kvenfélög að stinga upp kolllinum hérlendis, ...

Jólin komu snemma fyrir norðan
Líf og starf 27. desember 2024

Jólin komu snemma fyrir norðan

Það mátti greina spennu og tilhlökkun í augum Þingeyings sem óðamála sagði umsjó...

Sinn er siður í landi hverju
Líf og starf 27. desember 2024

Sinn er siður í landi hverju

Líkt og Íslendingar eiga Grænlendingar og Færeyingar sér sterkar jólahefðir sem ...

Ár umbreytinga og innsæis
Líf og starf 27. desember 2024

Ár umbreytinga og innsæis

Eins og siður er kastaði völva Bændablaðsins beinum sínum og opnaði fyrir flæði ...

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...