Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Flórgoði
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 28. maí 2024

Flórgoði

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Flórgoði er lítill sundfugl og er eina tegund goða sem verpur á Íslandi. Hann er að mestu farfugl en eitthvað af fuglum dvelja á sjó við landið á veturna. Þeir verpa við vötn eða tjarnir þar sem fisk er að finna. Flórgoðar eru miklir sundfuglar og eru fæturnir frekar aftarlega á búknum. Þetta gerir þá frekar þunga til gangs en aftur á móti alveg afbragðs kafara. Varpsvæðin þeirra eru við vötn og tjarnir þar sem fisk er að finna. Ólíkt öðrum fuglum gera flórgoðar sér fljótandi hreiður eða hreiður í lítilli laut alveg við vatnsbakkann. Hreiðrið er gert úr stráum eða visnuðum gróðri sem þeir safna saman og búa til lítinn pall. Þeir helga sér óðal, verja það af krafti fyrir öðrum flórgoðum og stundum jafnvel fuglum sem eru mun stærri en þeir sjálfir. Stofninn er ekki stór, eða um 700–1000 varppör, en sem betur fer þá hefur stofninn farið vaxandi og varpstöðvum fjölgað.

Skylt efni: fuglinn

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...