Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Flórgoði
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 28. maí 2024

Flórgoði

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Flórgoði er lítill sundfugl og er eina tegund goða sem verpur á Íslandi. Hann er að mestu farfugl en eitthvað af fuglum dvelja á sjó við landið á veturna. Þeir verpa við vötn eða tjarnir þar sem fisk er að finna. Flórgoðar eru miklir sundfuglar og eru fæturnir frekar aftarlega á búknum. Þetta gerir þá frekar þunga til gangs en aftur á móti alveg afbragðs kafara. Varpsvæðin þeirra eru við vötn og tjarnir þar sem fisk er að finna. Ólíkt öðrum fuglum gera flórgoðar sér fljótandi hreiður eða hreiður í lítilli laut alveg við vatnsbakkann. Hreiðrið er gert úr stráum eða visnuðum gróðri sem þeir safna saman og búa til lítinn pall. Þeir helga sér óðal, verja það af krafti fyrir öðrum flórgoðum og stundum jafnvel fuglum sem eru mun stærri en þeir sjálfir. Stofninn er ekki stór, eða um 700–1000 varppör, en sem betur fer þá hefur stofninn farið vaxandi og varpstöðvum fjölgað.

Skylt efni: fuglinn

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...