Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Hólmavík skartar hér sínu fegursta í góðu veðri.
Hólmavík skartar hér sínu fegursta í góðu veðri.
Mynd / Vestfjarðastofa
Líf og starf 24. júlí 2024

Fræðsla um nytjabúskap

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nytjar náttúrunnar eru sífellt ofar á baugi og nú hafa fræði- og áhugamenn tekið saman höndum og standa í skipulagningu hátíðar sem fengið hefur nafnið Rætur framtíðar.

Cristina Isabelle Cotofana, Tina, er upphafsmaður hátíðarinnar en hún er eigandi Sveppa- smiðjunnar í Borgarnesi og hefur staðið fyrir ýmsum fræðandi viðburðum um gagn og nytsemi svepparíkisins. Tina segir kveikjuna að Rótum framtíðar hafa vaknað fyrir um ári er æ fleiri komu að máli við hana sem töldu að gagnlegt gæti verið að opna fyrir fræðslu almennings á óhefðbundnum nytjabúskap.

Hugmyndin að hátíðinni hafi komið í kjölfarið og kom það henni á óvart hversu margir hafa víðtækan fróðleik fram að færa og tilbúnir að miðla til annarra. Segir í lýsingu hátíðarhaldanna, sem fara fram helgina 27.–28. júlí, að ætlunin sé að skapa umhverfi fyrir ræktendur, framleiðendur og áhugafólk til að hittast, kynna vinnu sína og skiptast á hugmyndum, nú eða leita fanga til að hefja eigið ferli. Farið verður m.a. yfir ræktun sjávarþangs, sveppaframleiðslu, vatns- og samræktun, beitaraðferðir til uppbyggingar, nytjar mýsli, lífrænan úrgang og uppbyggingu og framtíð íslenskrar skógræktar.

Markmiðið sé að gera sér í hugarlund hvernig framtíð búsetu á landsbyggðinni sé hægt að haga á sem jákvæðastan hátt og hvernig hægt sé að tileinka sér sjálfbærari og þrautseigari lífsstíl með jákvæðri útkomu.

Meðal framsögumanna er Hulda Brynjólfsdóttir, annar eigenda ullarfyrirtækisins Uppspuna, en hún mun halda fyrirlestur um auðgandi landbúnað (regenerative farming) auk ullarvinnslu, beitarstýringu og áhrifa hennar. Eiginmaður hennar, Tyrfingur Sveinsson, fer yfir gerð lífkola á Íslandi, hvert markmiðið er og áhrif á jarðveg og loftslag. Fyrirtækið Ísponica mun fjalla um notkun aquaponics (næringarríks vatns úr fiskabúrum) við plönturæktun og skapa þannig vistvæna hringrásarframleiðslu.

Einnig má nefna Jamie Lee & Bergsvein Reynisson frá Fine Foods Icelandica sem fara yfir hugmyndir að samfélagsmiðaðri þararæktun: miðlun þekkingar og jafnt aðgengi að auðlindum.

Til viðbótar eru að minnsta kosti tylft annarra fræði- og áhugamanna sem má finna á dagskrá helgarinnar og geta áhugasamir fundið frekari upplýsingar á Facebook, ef leitað er að Rætur framtíðar - for a regenerative future. Tina sótti um styrk frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða með það fyrir augum að kynna fólki möguleikana á sjálfbærri þróun framtíðar og hlaut hálfa milljón króna til framkvæmdanna.

Á Karolina Fund má styrkja verkefnið, auk þess sem sjálfboðaliðar koma að og mega áhugasamir enn hafa samband við Tinu ef vilji er til að aðstoða á einhvern hátt. Netfangið hennar er cristina@sveppasmidja.is og símanúmerið 895-8718.

Það fer ekki á milli mála að gestir hátíðarinnar geta hreiðrað vel um sig á tjaldsvæði Hólmavíkur.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...