Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fróðleikur um fiðurfé
Líf og starf 14. desember 2020

Fróðleikur um fiðurfé

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýtt tölublað af Landnámshænunni, blaði eigenda og ræktendafélags landnámshænsna, er komið út og er það 1. tölublað ársins 2020. Að vanda eru í blaðinu áhugaverðar, skemmtilegar og fræðandi greinar sem höfðar til alls áhugafólks um íslensku landnámshænunnar og ræktun hennar.

Í formála segja ritstjórar að blaðið sé frábrugðið síðasta blað að því leyti að lítið sé af fréttum af félagsstarfinu enda hafi það verið í lágmarki á þessu ári. Þrátt fyrir það er blaðið efnismikið og fjölbreytt.


Fjallað er um samkomulag Eigenda og ræktendafélags landnámshænsna og Slow Foodsamtakanna sem felst í því að félagið hefur fengið leyfi til að nota Rauða snigilinn, merki samtakanna, á afurðir sínar.

Í blaðinu er einnig fjallað um fiðurfellingu og drykkjarvatn fyrir hænur og landnámshænur í Hrísey.
Brigitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun, ritar grein um frjóegg sem geta borið sjúkdóma og bendir á að gríðarleg áhætta geti fylgt því að smygla eggjum til landsins.

Einnig er í blaðinu að finna grein sem fjallar um félagslíf hænsa og hvort það sé mögulegt að hænum leiðist.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...