Fróðleikur um fiðurfé
Nýtt tölublað af Landnámshænunni, blaði eigenda og ræktendafélags landnámshænsna, er komið út og er það 1. tölublað ársins 2020. Að vanda eru í blaðinu áhugaverðar, skemmtilegar og fræðandi greinar sem höfðar til alls áhugafólks um íslensku landnámshænunnar og ræktun hennar.
Í formála segja ritstjórar að blaðið sé frábrugðið síðasta blað að því leyti að lítið sé af fréttum af félagsstarfinu enda hafi það verið í lágmarki á þessu ári. Þrátt fyrir það er blaðið efnismikið og fjölbreytt.
Fjallað er um samkomulag Eigenda og ræktendafélags landnámshænsna og Slow Foodsamtakanna sem felst í því að félagið hefur fengið leyfi til að nota Rauða snigilinn, merki samtakanna, á afurðir sínar.
Í blaðinu er einnig fjallað um fiðurfellingu og drykkjarvatn fyrir hænur og landnámshænur í Hrísey.
Brigitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun, ritar grein um frjóegg sem geta borið sjúkdóma og bendir á að gríðarleg áhætta geti fylgt því að smygla eggjum til landsins.
Einnig er í blaðinu að finna grein sem fjallar um félagslíf hænsa og hvort það sé mögulegt að hænum leiðist.