Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fróðleikur um fiðurfé
Líf og starf 14. desember 2020

Fróðleikur um fiðurfé

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýtt tölublað af Landnámshænunni, blaði eigenda og ræktendafélags landnámshænsna, er komið út og er það 1. tölublað ársins 2020. Að vanda eru í blaðinu áhugaverðar, skemmtilegar og fræðandi greinar sem höfðar til alls áhugafólks um íslensku landnámshænunnar og ræktun hennar.

Í formála segja ritstjórar að blaðið sé frábrugðið síðasta blað að því leyti að lítið sé af fréttum af félagsstarfinu enda hafi það verið í lágmarki á þessu ári. Þrátt fyrir það er blaðið efnismikið og fjölbreytt.


Fjallað er um samkomulag Eigenda og ræktendafélags landnámshænsna og Slow Foodsamtakanna sem felst í því að félagið hefur fengið leyfi til að nota Rauða snigilinn, merki samtakanna, á afurðir sínar.

Í blaðinu er einnig fjallað um fiðurfellingu og drykkjarvatn fyrir hænur og landnámshænur í Hrísey.
Brigitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun, ritar grein um frjóegg sem geta borið sjúkdóma og bendir á að gríðarleg áhætta geti fylgt því að smygla eggjum til landsins.

Einnig er í blaðinu að finna grein sem fjallar um félagslíf hænsa og hvort það sé mögulegt að hænum leiðist.

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...