Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Sigga á Grund með heiðursviðurkenningarskjal á milli þeirra Huldu Kristjánsdóttur, sveitarstjóra Flóahrepps, og Árna Eiríkssonar oddvita.
Sigga á Grund með heiðursviðurkenningarskjal á milli þeirra Huldu Kristjánsdóttur, sveitarstjóra Flóahrepps, og Árna Eiríkssonar oddvita.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 24. júní 2024

Fyrsti heiðursborgari Flóahrepps

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, eða Sigga á Grund eins og hún er alltaf kölluð, var gerð að fyrsta heiðursborgara Flóahrepps á dögunum.

Sigga varð áttræð þann 30. maí síðastliðinn og hélt þá fjölmenna veislu á veitingastaðnum Vatnsholti í Flóa þar sem hún tók við heiðursnafnbótinni.

Sigga er útskurðarmeistari á heimsmælikvarða og liggja listaverk hennar víðs vegar innan lands sem utan.

„Það er alveg ljóst að Sigga á Grund hefur með verkum sínum stuðlað að jákvæðri ímynd sveitarfélagsins og er ævistarf hennar í listinni stórkostlegt afrek í þágu lands og þjóðar,“ segir Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps.

Meðal þekktra verka Siggu er útskurður á gangtegundum íslenska hestsins og fundarhamar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.

Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, Sigga á Grund, með einn af hestunum sínum en hún hefur skorið út allar íslensku gangtegundirnar. Geri aðrir betur. Mynd / mhh

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...