Sigga á Grund með heiðursviðurkenningarskjal á milli þeirra Huldu Kristjánsdóttur, sveitarstjóra Flóahrepps, og Árna Eiríkssonar oddvita.
Sigga á Grund með heiðursviðurkenningarskjal á milli þeirra Huldu Kristjánsdóttur, sveitarstjóra Flóahrepps, og Árna Eiríkssonar oddvita.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 24. júní 2024

Fyrsti heiðursborgari Flóahrepps

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, eða Sigga á Grund eins og hún er alltaf kölluð, var gerð að fyrsta heiðursborgara Flóahrepps á dögunum.

Sigga varð áttræð þann 30. maí síðastliðinn og hélt þá fjölmenna veislu á veitingastaðnum Vatnsholti í Flóa þar sem hún tók við heiðursnafnbótinni.

Sigga er útskurðarmeistari á heimsmælikvarða og liggja listaverk hennar víðs vegar innan lands sem utan.

„Það er alveg ljóst að Sigga á Grund hefur með verkum sínum stuðlað að jákvæðri ímynd sveitarfélagsins og er ævistarf hennar í listinni stórkostlegt afrek í þágu lands og þjóðar,“ segir Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps.

Meðal þekktra verka Siggu er útskurður á gangtegundum íslenska hestsins og fundarhamar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.

Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, Sigga á Grund, með einn af hestunum sínum en hún hefur skorið út allar íslensku gangtegundirnar. Geri aðrir betur. Mynd / mhh

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...