Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Framkvæmdir hafa staðið í vetur við endurgerð hótelsins, sem verður formlega opnað fyrir gesti 15. maí.
Framkvæmdir hafa staðið í vetur við endurgerð hótelsins, sem verður formlega opnað fyrir gesti 15. maí.
Mynd / Róbert Daníel Jónsson.
Líf og starf 24. maí 2023

Gamla kirkjan nýtt sem svíta

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mánudaginn 15. maí opnaði Hótel Blönduós dyr sínar á nýjan leik eftir gagngerar endurbætur sem hafa staðið yfir í vetur.

Hótelið er staðsett í gamla bænum á Blönduósi, sem kunnugir segja einstakan vegna ósnortinnar götumyndar, og er nú óðum að taka á sig fallega mynd til samræmis við upphaflegt útlit. Elsti hluti hótelsins, hið svokallaða Sýslumannshús, var byggt árið 1900 en frá árinu 1943 hefur það þjónað ferðalöngum, sem hótel og veitingastaður, sem einnig verður opnaður nú á ný undir nafninu Sýslumaðurinn.

Steinsnar frá hótelinu er gamla kirkjan í bænum sem verður nýtt sem svíta.

Eigendaskipti urðu á síðasta ári þegar dótturfélag fjárfestingarfélagsins InfoCapital festi kaup á hótelinu en stofnandi og stærsti eigandi þess er Blönduósingurinn Reynir Grétarsson.

„Við erum með 19 herbergi; einstaklingsherbergi, tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi. Baðherbergi er á öllum herbergjum sem og sturta en fjölskylduherbergin eru með baði. Útsýnið er breytilegt eftir herbergjum, ýmist yfir gamla bæinn eða Húnaflóann,“ segir Pétur Oddbergur Heimisson, markaðsstjóri hótelsins.

Þá má geta þess að seinna í sumar er áætlað að opna prjónakaffihús og búð með alls konar spennandi vörum við hliðina á hótelinu, auk þess sem Krúttið, gamla bakaríið á Blönduósi, sem er ská á móti hótelinu, mun opna sem viðburðarými í tengslum við hótelið.

Þá verður hægt að panta gömlu kirkjuna sem svítu eða undir ýmiss konar athafnir, en kirkjan er steinsnar frá hótelinu.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...