Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Garðplönturnar eru tilbúnar
Líf og starf 9. júní 2020

Garðplönturnar eru tilbúnar

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Nú eru miklar annir hjá garðplöntuframleiðendum. Veturinn er svo sem enginn hvíldartími hjá þeim, sáning og uppeldi ungplantna á sér stað í febrúar og fram í apríl og þá tekur við framhaldsræktun þeirra og undirbúningsvinna fyrir vorið sem er sannkallaður annatími, bæði hjá fram­leiðendum og eins hinum almenna garðeiganda.

Sumarblómin eru komin í sölu og sömuleiðis allar fjölæru plönturnar, trén og runnarnir sem hafa verið í ræktun bæði í gróðurhúsum og á skýldum stöðum utanhúss. Þegar líður að hausti tekur svo við vetrarfrágangur plantna og viðhaldsvinna af ýmsu tagi.

Garðplöntur þurfa langan ræktunartíma

Sumar tegundir hafa verið mörg ár í ræktun þegar þær teljast loks tilbúnar til gróðursetningar í garða. Ekki er óalgengt að ræktun skrautrunna frá fræi eða græðlingi til fullbúinnar plöntu taki 3–4 ár, með tilheyrandi umhirðu og eftirliti. Stálpaðar trjáplöntur getur þurft að fóstra í gróðrarstöð talsvert lengur. Nýliðinn vetur var víða snjóþungur og hélt framleiðendum við efnið. Tré og runnar lentu undir miklu snjófargi sums staðar með þeim afleiðingum að talsverð afföll urðu í ræktuninni. En okkar góðu garðyrkjufræðingar kunna sitt fag og bjóða nú fallegar plöntur á sölustöðum sínum.

Framleiðsluferlið getur verið flókið

Til að ná árangri í jafn fjölbreyttri ræktun og garðplöntuframleiðsla er þarf framleiðandi að nota margar aðferðir við fjölgun. Sáning er vissulega algeng, en það getur verið krefjandi að tileinka sér allar þær ólíku sáningaraðferðir sem notast þarf við. Velja þarf fræ af réttum yrkjum, safna því á réttum tíma og geyma það við sérstakar aðstæður sem geta verið mjög ólíkar milli tegunda. Sumt fræ, ekki síst trjáfræ, þarf sérstaka hitameðhöndlun, eða öllu heldur kuldameðhöndlun, til að vekja það af frædvalanum og fá fram jafna og góða spírun.

Fjölgun með græðlingum krefst líka sérþekkingar, ekki er eins farið með allar tegundir. Sumum tegundum trjáa og runna er fjölgað með vetrargræðlingum, öðrum með græðlingum sem teknir eru þegar plönturnar eru komnar í fullan vöxt að sumri. Nefna má aðrar aðferðir við fjölgun eins og ágræðslu, sem þarf í sumum tilvikum að notast við til að kalla fram þá eiginleika sem óskað er eftir varðandi útlit og aldinþroska. Ágræðsla er ævagömul list sem er ekki síst notuð við fjölgun ávaxtatrjáa. Öll þessi atriði hafa íslenskir garðplöntufræðingar tileinkað sér.

Kennsla í ræktun garð- og skógarplantna

Á Reykjum í Ölfusi er miðstöð garðyrkjukennslu á Íslandi. Þar er ma. starfrækt námsbraut í ræktun garð- og skógarplantna, þar sem farið er í alla þætti framleiðslu sumarblóma, fjölærra blóma, garðarunna, trjáa og skógarplantna. Námið hefur mjög mikið hagnýtt gildi, útskrifaðir nemendur eru eftirsóttir starfsmenn í öllum geirum garðyrkjuframleiðslunnar. Umhverfismennt og almenn virðing fyrir náttúru, ræktun og skógi er áhersluatriði í allri kennslu á Reykjum.

Óhætt er að hvetja alla þá sem áhuga hafa á slíkri ræktun að kynna sér námið á vefsíðu Landbúnaðarháskóla Íslands, lbhi.is.

 

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...