Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Garðplönturnar eru tilbúnar
Líf og starf 9. júní 2020

Garðplönturnar eru tilbúnar

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Nú eru miklar annir hjá garðplöntuframleiðendum. Veturinn er svo sem enginn hvíldartími hjá þeim, sáning og uppeldi ungplantna á sér stað í febrúar og fram í apríl og þá tekur við framhaldsræktun þeirra og undirbúningsvinna fyrir vorið sem er sannkallaður annatími, bæði hjá fram­leiðendum og eins hinum almenna garðeiganda.

Sumarblómin eru komin í sölu og sömuleiðis allar fjölæru plönturnar, trén og runnarnir sem hafa verið í ræktun bæði í gróðurhúsum og á skýldum stöðum utanhúss. Þegar líður að hausti tekur svo við vetrarfrágangur plantna og viðhaldsvinna af ýmsu tagi.

Garðplöntur þurfa langan ræktunartíma

Sumar tegundir hafa verið mörg ár í ræktun þegar þær teljast loks tilbúnar til gróðursetningar í garða. Ekki er óalgengt að ræktun skrautrunna frá fræi eða græðlingi til fullbúinnar plöntu taki 3–4 ár, með tilheyrandi umhirðu og eftirliti. Stálpaðar trjáplöntur getur þurft að fóstra í gróðrarstöð talsvert lengur. Nýliðinn vetur var víða snjóþungur og hélt framleiðendum við efnið. Tré og runnar lentu undir miklu snjófargi sums staðar með þeim afleiðingum að talsverð afföll urðu í ræktuninni. En okkar góðu garðyrkjufræðingar kunna sitt fag og bjóða nú fallegar plöntur á sölustöðum sínum.

Framleiðsluferlið getur verið flókið

Til að ná árangri í jafn fjölbreyttri ræktun og garðplöntuframleiðsla er þarf framleiðandi að nota margar aðferðir við fjölgun. Sáning er vissulega algeng, en það getur verið krefjandi að tileinka sér allar þær ólíku sáningaraðferðir sem notast þarf við. Velja þarf fræ af réttum yrkjum, safna því á réttum tíma og geyma það við sérstakar aðstæður sem geta verið mjög ólíkar milli tegunda. Sumt fræ, ekki síst trjáfræ, þarf sérstaka hitameðhöndlun, eða öllu heldur kuldameðhöndlun, til að vekja það af frædvalanum og fá fram jafna og góða spírun.

Fjölgun með græðlingum krefst líka sérþekkingar, ekki er eins farið með allar tegundir. Sumum tegundum trjáa og runna er fjölgað með vetrargræðlingum, öðrum með græðlingum sem teknir eru þegar plönturnar eru komnar í fullan vöxt að sumri. Nefna má aðrar aðferðir við fjölgun eins og ágræðslu, sem þarf í sumum tilvikum að notast við til að kalla fram þá eiginleika sem óskað er eftir varðandi útlit og aldinþroska. Ágræðsla er ævagömul list sem er ekki síst notuð við fjölgun ávaxtatrjáa. Öll þessi atriði hafa íslenskir garðplöntufræðingar tileinkað sér.

Kennsla í ræktun garð- og skógarplantna

Á Reykjum í Ölfusi er miðstöð garðyrkjukennslu á Íslandi. Þar er ma. starfrækt námsbraut í ræktun garð- og skógarplantna, þar sem farið er í alla þætti framleiðslu sumarblóma, fjölærra blóma, garðarunna, trjáa og skógarplantna. Námið hefur mjög mikið hagnýtt gildi, útskrifaðir nemendur eru eftirsóttir starfsmenn í öllum geirum garðyrkjuframleiðslunnar. Umhverfismennt og almenn virðing fyrir náttúru, ræktun og skógi er áhersluatriði í allri kennslu á Reykjum.

Óhætt er að hvetja alla þá sem áhuga hafa á slíkri ræktun að kynna sér námið á vefsíðu Landbúnaðarháskóla Íslands, lbhi.is.

 

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...