Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Það er notaleg stemning hjá gestum Ögurballsins í Ísafjarðardjúpi.
Það er notaleg stemning hjá gestum Ögurballsins í Ísafjarðardjúpi.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 18. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það til hliðsjónar mun í næstu blöðum birtast yfirlit yfir helstu skemmtanir og húllumhæ hérlendis.

Hér fyrir neðan má sjá brot af því helsta sem er um helgina, fyrir þá sem vilja gera sér dagamun, en uppákomur næstu vikna verða á dagskrá í næstu blöðum. Hér er um auðugan garð að gresja og næsta víst að ekki komist allt á lista.

Þriðja helgin, 19.–21.júlí

-Húnavaka hófst miðvikudagskvöldið 17.júlí með Slagarasveitinni og Stjórnin og Emmsjé Gauti skemmta á laugardagskvöldinu. Þétt og fjölbreytt dagskrá verður út helgina og næsta víst að allir gestir geta fundið sér skemmtan við hæfi.

-Alþjóðlega listahátíðin LungA stendur í vikutíma á Seyðisfirði, frá 15.–21. júlí. Listasmiðjur, sýningar og magnaðir tónleikar eins og vani er.

-Sápuboltahelgi verður haldin á Ólafsfirði þann 19. júlí, mikið stuð fyrir alla.

-Bryggjudagar í Langanesbyggð, Þórshöfn verða haldnir og er von á miklu stuði þegar Hvannadalsbræður trylla lýðinn.

-Hið vinsæla Ögurball verður haldið í samkomuhúsinu í Ögri þann 20. júlí.

-HlaupahátíðVestfjarðaverðurhaldin18.–21.júlí en umræðir sund-hjól-hlaup- þríþraut sem gott er að skrá sig í sem fyrst á síðunni hlaupahatid.is.

-Þann 20. júlí verður Bryggjuhátíðin á Drangsnesi haldin eftir nokkurn dvala.

-Stærsti matarviðburður á Íslandi, Götubitahátíðin 2024 verður í Hljómskálagarðinum 19.–21. júlí. Á hátíðinni verða um 30 söluaðilar, keppnin um Bestagötubita Íslands 2024, tónlist og leiktæki og hoppukastalar fyrir yngri kynslóðina.

-Sumar & bjórhátíð LYST fer fram í Lystigarðinum á Akureyri.

-Sumarhátíðin Kátt í Kjós fer fram að venju, nú þann 20. júlí.

Prjónavetri lýkur
Líf og starf 10. apríl 2025

Prjónavetri lýkur

Íslenskur prjónaiðnaður hættir aldrei að vera móðins enda hefur Listasafn Sigurj...

Falleg sumarpeysa
Líf og starf 9. apríl 2025

Falleg sumarpeysa

Falleg peysa fyrir sumarið, prjónuð úr DROPS Muskat eða DROPS Belle sem er á 30%...

Bændablaðið á Suðurskautinu
Líf og starf 8. apríl 2025

Bændablaðið á Suðurskautinu

Hjörleifur Jóhannesson flugstjóri greip Bændablaðið með sér á Suðurskautslandið ...

Búvörusýning í Reykjavík
Líf og starf 8. apríl 2025

Búvörusýning í Reykjavík

Snemma árs 1984 hófst samstarf mjólkurdagsnefndar og markaðsnefndar landbúnaðari...

Dropinn holar steininn
Líf og starf 7. apríl 2025

Dropinn holar steininn

Eins og áður hefur komið fram er tískuiðnaðurinn mikill skaðvaldur náttúrunnar. ...

Alþjóðlegt skákmót í Mývatnssveit
Líf og starf 3. apríl 2025

Alþjóðlegt skákmót í Mývatnssveit

Helgina 15.-16. mars fór fram alþjóðlegt skákmót í félagsheimilinu Skjólbrekku í...

Kvöldmatur á korteri með íslensku lambakjöti
Líf og starf 2. apríl 2025

Kvöldmatur á korteri með íslensku lambakjöti

Matreiðslukeppni fyrir áhugakokka var haldin á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. m...

Ferðin á Heimsenda
Líf og starf 31. mars 2025

Ferðin á Heimsenda

Leikfélag Blönduóss, sem var endurvakið eftir níu ára dvala fyrir tveimur árum, ...