Gerum okkur dagamun
Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það til hliðsjónar mun í næstu blöðum birtast yfirlit yfir helstu skemmtanir og húllumhæ hérlendis.
Hér fyrir neðan má sjá brot af því helsta sem er á döfinni í júlímánuði, fyrir þá sem vilja gera sér dagamun, en uppákomur næstu vikna verða á dagskrá í næstu blöðum. Hér er um auðugan garð að gresja og næsta víst að ekki komist allt á lista.
Fjórða helgin, 26.–28.júlí
-25.–28. júlí fara fram hinir sívinsælu Mærudagar á Húsavík en einnig verður haldið upp á 30 ára afmæli bæjarins.
- Tónlistarveislan Bræðslan er haldin á Borgarfirði Eystri dagana 22.–25. júlí, eitthvað sem tónlistarunnendur mega ekki missa af.
-Hátíðin Eldur í Húnaþingi verður haldin þessa helgi og þétt dagskrá í boði. -Reykholtshátíðin, hátíð sígildrar tónlistar, verður haldin 26.–28. júlí.