Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Verslunarmannahelgin er einn stærsti viðburður hérlendis, haldinn árlega í bráðum heila öld. Hér hafa viðstaddir klæðst ruslapokum til þess að verjast úrhelli sem hrelldi gesti hátíðarinnar Gauksins í Þjórsárdal árið 1983.
Verslunarmannahelgin er einn stærsti viðburður hérlendis, haldinn árlega í bráðum heila öld. Hér hafa viðstaddir klæðst ruslapokum til þess að verjast úrhelli sem hrelldi gesti hátíðarinnar Gauksins í Þjórsárdal árið 1983.
Mynd / timarit.is
Líf og starf 30. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það til hliðsjónar mun í næstu blöðum birtast yfirlit yfir helstu skemmtanir og húllumhæ hérlendis.

Hér fyrir neðan má sjá brot af því helsta sem er á döfinni í ágústmánuði, fyrir þá sem vilja gera sér dagamun, en uppákomur næstu vikna verða á dagskrá í næstu blöðum. Hér er um auðugan garð að gresja og næsta víst að ekki komist allt á lista.

Ágústmánuður

Fyrsta helgin, 2.–4. ágúst

Mikið verður um að vera víða um land um verslunarmannahelgina og teljast helstu hátíðir hér upp.

-Ein með öllu og Íslensku sumarleikarnir er fjölskylduhátíð á Akureyri.

-Innipúkinn í Reykjavík – innihátíð fyrir þá sem ekki nenna að skella sér í útilegu.

-Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta – á Bolungarvík – Drullumallsbolti af bestu gerð ásamt skemmtilegri dagskrá á kvöldin.

-Neistaflug – Fjölskylduhátíð í Neskaupstað, tjaldmarkaður, skrúðganga, strandblaksmót, flugeldasýning og brunaslöngubolti og margt fleira.

-Þjóðhátíð í Eyjum, ein vinsælasta útihátíðin um verslunarmannahelgina.

-Norðanpönk Á Laugarbakka V-Húnavatnssýslu - Árlegt ættarmót pönkara. -Flúðir um Versló – Furðubátakeppni, brenna og margt fleira.

-Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð þar sem keppt verður í hinum ýmsu íþróttagreinum.

-Síldarævintýri á Siglufirði er einstök fjölskylduhátíð fyrir unga jafnt sem aldna.

-Sæludagar KFUK og KFUM – Vinsæl og vímulaus hátíð við Eyrarvatn. Kotmót Hvítasunnukirkjunnar, Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð er kristilegt mót.

-Á Hraunborgum í Grímsnesi verður sundlaugarpartí, tónleikar, mínígolf o.fl.

-Kaffi Kjós í Hvalfirði býður upp á markað, brekkusöng, veiðikeppni og fleira.

-Berjadagar eru árleg tónlistarhátíð í Ólafsfirði.

Önnur helgin, 9.–11.ágúst

-Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi er haldin árlega aðra helgina í ágúst.

-Barna-og fjölskylduhátíðin Hamingjan við hafið verður í Þorlákshöfn þann 12.ágúst.

-Gleðigangan, hápunktur Hinsegin daga sem haldnir eru í Reykjavík er 6 daga hátíð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

-Listahátíðin Act Alone er haldin árlega aðra helgina í ágúst á Suðureyri.

Prjónavetri lýkur
Líf og starf 10. apríl 2025

Prjónavetri lýkur

Íslenskur prjónaiðnaður hættir aldrei að vera móðins enda hefur Listasafn Sigurj...

Falleg sumarpeysa
Líf og starf 9. apríl 2025

Falleg sumarpeysa

Falleg peysa fyrir sumarið, prjónuð úr DROPS Muskat eða DROPS Belle sem er á 30%...

Bændablaðið á Suðurskautinu
Líf og starf 8. apríl 2025

Bændablaðið á Suðurskautinu

Hjörleifur Jóhannesson flugstjóri greip Bændablaðið með sér á Suðurskautslandið ...

Búvörusýning í Reykjavík
Líf og starf 8. apríl 2025

Búvörusýning í Reykjavík

Snemma árs 1984 hófst samstarf mjólkurdagsnefndar og markaðsnefndar landbúnaðari...

Dropinn holar steininn
Líf og starf 7. apríl 2025

Dropinn holar steininn

Eins og áður hefur komið fram er tískuiðnaðurinn mikill skaðvaldur náttúrunnar. ...

Alþjóðlegt skákmót í Mývatnssveit
Líf og starf 3. apríl 2025

Alþjóðlegt skákmót í Mývatnssveit

Helgina 15.-16. mars fór fram alþjóðlegt skákmót í félagsheimilinu Skjólbrekku í...

Kvöldmatur á korteri með íslensku lambakjöti
Líf og starf 2. apríl 2025

Kvöldmatur á korteri með íslensku lambakjöti

Matreiðslukeppni fyrir áhugakokka var haldin á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. m...

Ferðin á Heimsenda
Líf og starf 31. mars 2025

Ferðin á Heimsenda

Leikfélag Blönduóss, sem var endurvakið eftir níu ára dvala fyrir tveimur árum, ...