Verslunarmannahelgin er einn stærsti viðburður hérlendis, haldinn árlega í bráðum heila öld. Hér hafa viðstaddir klæðst ruslapokum til þess að verjast úrhelli sem hrelldi gesti hátíðarinnar Gauksins í Þjórsárdal árið 1983.
Verslunarmannahelgin er einn stærsti viðburður hérlendis, haldinn árlega í bráðum heila öld. Hér hafa viðstaddir klæðst ruslapokum til þess að verjast úrhelli sem hrelldi gesti hátíðarinnar Gauksins í Þjórsárdal árið 1983.
Mynd / timarit.is
Líf og starf 30. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það til hliðsjónar mun í næstu blöðum birtast yfirlit yfir helstu skemmtanir og húllumhæ hérlendis.

Hér fyrir neðan má sjá brot af því helsta sem er á döfinni í ágústmánuði, fyrir þá sem vilja gera sér dagamun, en uppákomur næstu vikna verða á dagskrá í næstu blöðum. Hér er um auðugan garð að gresja og næsta víst að ekki komist allt á lista.

Ágústmánuður

Fyrsta helgin, 2.–4. ágúst

Mikið verður um að vera víða um land um verslunarmannahelgina og teljast helstu hátíðir hér upp.

-Ein með öllu og Íslensku sumarleikarnir er fjölskylduhátíð á Akureyri.

-Innipúkinn í Reykjavík – innihátíð fyrir þá sem ekki nenna að skella sér í útilegu.

-Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta – á Bolungarvík – Drullumallsbolti af bestu gerð ásamt skemmtilegri dagskrá á kvöldin.

-Neistaflug – Fjölskylduhátíð í Neskaupstað, tjaldmarkaður, skrúðganga, strandblaksmót, flugeldasýning og brunaslöngubolti og margt fleira.

-Þjóðhátíð í Eyjum, ein vinsælasta útihátíðin um verslunarmannahelgina.

-Norðanpönk Á Laugarbakka V-Húnavatnssýslu - Árlegt ættarmót pönkara. -Flúðir um Versló – Furðubátakeppni, brenna og margt fleira.

-Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð þar sem keppt verður í hinum ýmsu íþróttagreinum.

-Síldarævintýri á Siglufirði er einstök fjölskylduhátíð fyrir unga jafnt sem aldna.

-Sæludagar KFUK og KFUM – Vinsæl og vímulaus hátíð við Eyrarvatn. Kotmót Hvítasunnukirkjunnar, Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð er kristilegt mót.

-Á Hraunborgum í Grímsnesi verður sundlaugarpartí, tónleikar, mínígolf o.fl.

-Kaffi Kjós í Hvalfirði býður upp á markað, brekkusöng, veiðikeppni og fleira.

-Berjadagar eru árleg tónlistarhátíð í Ólafsfirði.

Önnur helgin, 9.–11.ágúst

-Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi er haldin árlega aðra helgina í ágúst.

-Barna-og fjölskylduhátíðin Hamingjan við hafið verður í Þorlákshöfn þann 12.ágúst.

-Gleðigangan, hápunktur Hinsegin daga sem haldnir eru í Reykjavík er 6 daga hátíð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

-Listahátíðin Act Alone er haldin árlega aðra helgina í ágúst á Suðureyri.

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 30. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Saga Gunnarsholts á Rangárvöllum
Líf og starf 30. júlí 2024

Saga Gunnarsholts á Rangárvöllum

Bókaforlagið Sæmundur hefur nýverið gefið út bók Sveins Runólfssonar, fyrrverand...

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun
Líf og starf 25. júlí 2024

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun

Tónlistarkennarinn Marika Alavere hlaut menningarverðlaun Þingeyjarsveitar árið ...

Telur árangurinn á EM viðunandi
Líf og starf 23. júlí 2024

Telur árangurinn á EM viðunandi

Evrópumótinu í bridds lauk í síðustu viku í Herning í Danmörku. Ísland sendi út ...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 22. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Kóngurinn í Skagafirði
Líf og starf 22. júlí 2024

Kóngurinn í Skagafirði

Jón Arnljótsson, sauðfjárbóndi á Ytri- Mælifellsá í Skagafirði, hefur lengi veri...

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar
Líf og starf 18. júlí 2024

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar

Skoða á hefðir og notkun óhefðbundinna lækninga á Íslandi í norrænni rannsókn. A...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 18. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...