Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Verslunarmannahelgin er einn stærsti viðburður hérlendis, haldinn árlega í bráðum heila öld. Hér hafa viðstaddir klæðst ruslapokum til þess að verjast úrhelli sem hrelldi gesti hátíðarinnar Gauksins í Þjórsárdal árið 1983.
Verslunarmannahelgin er einn stærsti viðburður hérlendis, haldinn árlega í bráðum heila öld. Hér hafa viðstaddir klæðst ruslapokum til þess að verjast úrhelli sem hrelldi gesti hátíðarinnar Gauksins í Þjórsárdal árið 1983.
Mynd / timarit.is
Líf og starf 30. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það til hliðsjónar mun í næstu blöðum birtast yfirlit yfir helstu skemmtanir og húllumhæ hérlendis.

Hér fyrir neðan má sjá brot af því helsta sem er á döfinni í ágústmánuði, fyrir þá sem vilja gera sér dagamun, en uppákomur næstu vikna verða á dagskrá í næstu blöðum. Hér er um auðugan garð að gresja og næsta víst að ekki komist allt á lista.

Ágústmánuður

Fyrsta helgin, 2.–4. ágúst

Mikið verður um að vera víða um land um verslunarmannahelgina og teljast helstu hátíðir hér upp.

-Ein með öllu og Íslensku sumarleikarnir er fjölskylduhátíð á Akureyri.

-Innipúkinn í Reykjavík – innihátíð fyrir þá sem ekki nenna að skella sér í útilegu.

-Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta – á Bolungarvík – Drullumallsbolti af bestu gerð ásamt skemmtilegri dagskrá á kvöldin.

-Neistaflug – Fjölskylduhátíð í Neskaupstað, tjaldmarkaður, skrúðganga, strandblaksmót, flugeldasýning og brunaslöngubolti og margt fleira.

-Þjóðhátíð í Eyjum, ein vinsælasta útihátíðin um verslunarmannahelgina.

-Norðanpönk Á Laugarbakka V-Húnavatnssýslu - Árlegt ættarmót pönkara. -Flúðir um Versló – Furðubátakeppni, brenna og margt fleira.

-Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð þar sem keppt verður í hinum ýmsu íþróttagreinum.

-Síldarævintýri á Siglufirði er einstök fjölskylduhátíð fyrir unga jafnt sem aldna.

-Sæludagar KFUK og KFUM – Vinsæl og vímulaus hátíð við Eyrarvatn. Kotmót Hvítasunnukirkjunnar, Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð er kristilegt mót.

-Á Hraunborgum í Grímsnesi verður sundlaugarpartí, tónleikar, mínígolf o.fl.

-Kaffi Kjós í Hvalfirði býður upp á markað, brekkusöng, veiðikeppni og fleira.

-Berjadagar eru árleg tónlistarhátíð í Ólafsfirði.

Önnur helgin, 9.–11.ágúst

-Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi er haldin árlega aðra helgina í ágúst.

-Barna-og fjölskylduhátíðin Hamingjan við hafið verður í Þorlákshöfn þann 12.ágúst.

-Gleðigangan, hápunktur Hinsegin daga sem haldnir eru í Reykjavík er 6 daga hátíð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

-Listahátíðin Act Alone er haldin árlega aðra helgina í ágúst á Suðureyri.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...