Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þrír verðlaunahafar með bestu gimbrar sýningarinnar, frá vinstri, Óskar Snorri Óskarsson, Hruna, Atli Geir Scheving, Hrafnkelsstöðum og Grímur Guðmundsson, Ásatúni.
Þrír verðlaunahafar með bestu gimbrar sýningarinnar, frá vinstri, Óskar Snorri Óskarsson, Hruna, Atli Geir Scheving, Hrafnkelsstöðum og Grímur Guðmundsson, Ásatúni.
Mynd / MHH
Líf og starf 25. október 2021

Glæsileg hrútasýning á Flúðum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Sýningin tókst mjög vel, hér var mikið af fólki að fylgjast með og bændur og búalið komu með brot af því besta úr fjárhúsunum sínum á sýninguna.

Allur áhugi á sauðfjárrækt hér í sveitinni og víðar um landið er greinilega að vaxa mjög mikið, sem er algjörlega frábært,“ segir Árni Þór Hilmarsson, formaður Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna, en félagið stóð fyrir glæsilegri hrútasýningu í reiðhöllinni á Flúðum laugardaginn 16. október. 

Jökull Helgason á Ósabakka og Sigurfinnur Bjarkarson voru dómarar dagsins.

Stjórnarmenn í Sauðfjárræktarfélagi Hrunamanna klæddu sig upp á í tilefni dagsins. Frá vinstri, Atli Geir Scheving, Óskar Hafsteinn Óskarsson og Árni Þór Hilmarsson, formaður.

Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra í Syðra Langholti, og presturinn í sveitinni, Óskar Hafsteinn Óskarsson í Hruna, voru að sjálfsögðu mættir á hrútasýninguna.

Skylt efni: hrútasýning

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...