Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hænuvík (sumarhús)
Mynd / ÁL
Líf og starf 9. nóvember 2022

Hænuvík (sumarhús)

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Óskar Jónasson, kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi hefur komið sér upp íverustað í gömlum útihúsum utarlega í Hænuvík.

Hann er ekki með fasta búsetu á staðnum, en dvelur þar oft langtímum saman ásamt Björgu Þórisdóttur, eiganda viðburðafyrirtækisins Boutique Iceland. Þar sem ferðalagið frá Reykjavík sé svo langt segir Óskar ekki taka því að koma fyrir eina helgi.

Óskar kom fyrst á svæðið fyrir rúmum tuttugu árum og hefur komið æ oftar til baka. „Ég fæ aldrei leiða á því að rápa hérna um heiðarnar og víkurnar og sé alltaf eitthvað nýtt. Maður hefði kannski ímyndað sér að maður teldi sig vera búinn að sjá allt og upplifa allt – það er öðru nær. Maður festir meiri rætur hérna og það er ekkert að því að fara aftur og aftur á sömu staðina.“

Sumarhúsið í Hænuvík.

Byrjaði fyrir tíu árum

Óskar kynntist hjónunum í Hænuvík á ferðum sínum vestur og nefndi við þau hugmynd sína um að gera upp útihúsin við ströndina í ágúst 2012. Þau tóku mjög vel í þá hugmynd og í kjölfarið var fyrsta vinnuferðin farin í lok október sama ár.

Hann segist vel geta hugsað sér að vera með fasta búsetu í Hænuvík, enda hafi þróunin hjá honum verið í þá átt undanfarin ár að hann dvelji alltaf lengur og lengur fyrir vestan. Eftir því sem börnin hans verða eldri hefur verið auðveldara fyrir hann að vera langdvölum fjarri höfuðborginni. Á árinu 2021 dvaldi Óskar 91 dag í Hænuvík og eyddu þau Björg m.a. jólunum og áramótunum þar. Óskar segist geta komist í netsamband til að vinna í fjarvinnu. Hann viðurkennir þó að það sé alls ekki eins gott og það geti verið og telur það jafnvel vera kost. Þar með gefst betra tækifæri til að einbeita sér að öðrum verkefnum, eins og að byggja upp húsnæðið.

Steinhlaðin bogabrú

Fyrir tveimur árum tóku Guðjón og Óskar sér fyrir hendur endurnýjun á gamalli göngubrú sem lá yfir ána sem rennur í gegnum Hænuvík. Fyrir var gömul timburbrú sem var farin að verða hættuleg yfirferðar. Þeir rifu hana og hlóðu bogabrú úr grjóti. Aðspurður um byggðarþróunina á svæðinu segist Óskar hafa heyrt í samtölum sínum við fólk að fólksfækkunin hafi verið hröð á undanförunum áratugum. „Manni finnst það í annan kantinn dapurlegt að fólk sé að fara – fólk sem langar ekki til að fara. Svo á hinn bóginn sér maður hvernig Gutti og Mæja pluma sig hér og hafa það mjög fínt. Ég er ekkert viss um að allt þetta fólk sem fór suður hafi endilega þurft að gera það. Mögulega er þetta spurning um útsjónarsemi eða að hafa auga fyrir nýjum tækifærum. Ég neita að trúa því að allir hafi viljað fara.“

Skylt efni: Rauðasandshreppur

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...