Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Helsingi
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 2. júní 2023

Helsingi

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Helsingi er önnur af þremur gæsum sem eru fargestir hérna á Íslandi. Þær verpa í klettum á Svalbarða og Nova Zemlja en sá stofn sem fer hér um Ísland verpir á Norðaustur-Grænlandi. Þeir fuglar sem stoppa hérna á leið sinni til Grænlands á vorin leita mikið í tún í Húnavatnssýslum og Skagafirði. Þegar hóparnir fara til baka á haustin leita þeir meira inn á sunnanvert hálendið og Skaftafellssýslu. Helsingjar eru þó ekki lengur alfarið fargestir á Íslandi heldur hefur undanfarna áratugi myndast ört stækkandi stofn í Skaftafellssýslum. Þar fundust hreiður í hólmum á jökullónum 1988. Sumarið 2014 var áætlað að hér séu um 700 varppör en síðan þá hefur varpstofninn vaxið nokkuð rösklega og var 2020 áætlað að hér væru um 2.500 varppör. Með þessu hefur mikið færst í aukana að sjá helsingja með stóra ungahópa í kringum jökullónin í Skaftafellssýslu.

Skylt efni: fuglinn

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...