Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hér er kominn gestur
Líf og starf 7. janúar 2021

Hér er kominn gestur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þórður Tómasson, fyrrum safnstjóri Byggðasafnsins í Skógum undir Eyjafjöllum, segir í nýrri bók, sem heitir Hér er kominn gestur, á sinn einstæða hátt frá ferðalögum og gestakomum í íslensku samfélagi allt frá þjóðveldistíma fram á öndverða 20. öld.

Höfundur fjallar um ferðabúnað, ferðahætti, þjóðtrú og þjóðhætti er snertu ferðir fólks. Gestrisni var mikils metin fyrrum enda oft um líf eða dauða að tefla fyrir ferðamanninn. Aðstæður voru þó eðlilega misjafnar þar sem knúið var dyra.

„Börn send á aðra bæi fögnuðu því að jafnaði, áttu von að fá eitthvað gott í munninn, flatköku, kandísmola eða eitthvað annað góðgæti. Þetta var af öllum vel séð og gleymdist að þakka fyrir sig. Um þetta má segja að lengi man til lítilla stunda. Það var ekki klipið við nögl.

Geir Gíslason, bóndi í Gerðum í Landeyjum, sagði mér frá sendiferð sinni á annan bæ er hann var barn að aldri.Vanaspurning beið hans er heim kom. Hann svaraði: „Ég fékk ekki hland í skel og klæjaði mig þó svo mikið í hökuna að ég hélt að ég fengi eitthvað gott.“

Útgefandi er Sæmundur. Bókin er ríkulega myndskreytt og Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður ritar formálsorð.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...