Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hér er kominn gestur
Líf og starf 7. janúar 2021

Hér er kominn gestur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þórður Tómasson, fyrrum safnstjóri Byggðasafnsins í Skógum undir Eyjafjöllum, segir í nýrri bók, sem heitir Hér er kominn gestur, á sinn einstæða hátt frá ferðalögum og gestakomum í íslensku samfélagi allt frá þjóðveldistíma fram á öndverða 20. öld.

Höfundur fjallar um ferðabúnað, ferðahætti, þjóðtrú og þjóðhætti er snertu ferðir fólks. Gestrisni var mikils metin fyrrum enda oft um líf eða dauða að tefla fyrir ferðamanninn. Aðstæður voru þó eðlilega misjafnar þar sem knúið var dyra.

„Börn send á aðra bæi fögnuðu því að jafnaði, áttu von að fá eitthvað gott í munninn, flatköku, kandísmola eða eitthvað annað góðgæti. Þetta var af öllum vel séð og gleymdist að þakka fyrir sig. Um þetta má segja að lengi man til lítilla stunda. Það var ekki klipið við nögl.

Geir Gíslason, bóndi í Gerðum í Landeyjum, sagði mér frá sendiferð sinni á annan bæ er hann var barn að aldri.Vanaspurning beið hans er heim kom. Hann svaraði: „Ég fékk ekki hland í skel og klæjaði mig þó svo mikið í hökuna að ég hélt að ég fengi eitthvað gott.“

Útgefandi er Sæmundur. Bókin er ríkulega myndskreytt og Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður ritar formálsorð.

Staða harmonikunnar sterk
Líf og starf 30. desember 2024

Staða harmonikunnar sterk

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur úti starfi fyrir harmonikuunnendur, sa...

Nýr heimsmeistari í skák
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Domm...

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu
Líf og starf 27. desember 2024

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu

Á seinni hluta nítjándu aldar hófu kvenfélög að stinga upp kolllinum hérlendis, ...

Jólin komu snemma fyrir norðan
Líf og starf 27. desember 2024

Jólin komu snemma fyrir norðan

Það mátti greina spennu og tilhlökkun í augum Þingeyings sem óðamála sagði umsjó...

Sinn er siður í landi hverju
Líf og starf 27. desember 2024

Sinn er siður í landi hverju

Líkt og Íslendingar eiga Grænlendingar og Færeyingar sér sterkar jólahefðir sem ...

Ár umbreytinga og innsæis
Líf og starf 27. desember 2024

Ár umbreytinga og innsæis

Eins og siður er kastaði völva Bændablaðsins beinum sínum og opnaði fyrir flæði ...

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...