Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Himbrimi
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðavatna. Fullorðinn fugl getur verið allt að 3,5 kg. Hann er einn af tveimur tegundum brúsa sem verpa hér á Íslandi en frændi hans, lómurinn, er mun minni. Brúsar eru mjög fimir sundfuglar og miklir kafarar. Fæturnir eru mjög aftarlega á búknum sem gerir þá afar sérhæfða vatnafugla, geta kafað djúpt og langt eftir fiskum. Þetta gerir það að verkum að þeir eru eiginlega frekar vonlausir á landi og geta ekki gengið heldur ýta sér áfram á maganum. Þeir koma ekki á land nema til að verpa og verpa þá alveg við vatnsbakkann til að geta auðveldlega spyrnt sér út í vatnið aftur. Himbrimar eru líka nokkuð þungir til flugs, vængjatökin eru kraftmikil og hávær. Þegar þeir lenda þá lækka þeir flugið rösklega, lenda á maganum og renna sér eftir vatninu. Himbrimar eru nokkuð plássfrekir, þeir helga sér óðöl á varptímum og reka aðra himbrima í burtu. Nánast undantekningarlaust er bara pláss fyrir eitt par á minni vötnum og eingöngu á stærstu vötnum þar sem finna má fleiri en eitt verpandi par.

Skylt efni: fuglinn

Kjói
Líf og starf 23. október 2024

Kjói

Kjói er lítill ránfugl af skúmsætt. Eini ættingi hans hér er sjálfur skúmurinn s...

Sjarmi dýrahama
Líf og starf 22. október 2024

Sjarmi dýrahama

Nú með haustinu eru hlébarðamunstraðar flíkur enn og aftur í tísku, enda klassík...

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
Líf og starf 22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara

Tvö Íslandsmót í bridds fóru fram um síðustu helgi. Annars vegar var keppt í sve...

Öruggur sigur án vandræða
Líf og starf 18. október 2024

Öruggur sigur án vandræða

Tómas Veigar Sigurðarson, nemi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, tók þátt í ...

Hressir karlar í Hveragerði
Líf og starf 17. október 2024

Hressir karlar í Hveragerði

Það er mikið um að vera hjá Karlakór Hveragerðis um þessar mundir því kórinn mun...

Harðindi til lands og sjávar
Líf og starf 16. október 2024

Harðindi til lands og sjávar

Í nýrri bók: Ástand Íslands um 1700, lífshættir í bændasamfélagi, er fjallað um ...

Matreiðslunemar heimsóttu garðyrkjubændur
Líf og starf 15. október 2024

Matreiðslunemar heimsóttu garðyrkjubændur

Sölufélag garðyrkjumanna bauð matreiðslu nemendum í Menntaskólanum í Kópavogi í ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 14. október 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að taka aðeins í hnakkadrambið á sjálfum sér og setja í framkvæ...