Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vilmundur og Erla Hjördís í jólaskapi.
Vilmundur og Erla Hjördís í jólaskapi.
Mynd / GHP
Líf og starf 21. desember 2020

Hlegið dátt í Hlöðunni

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir.

Hlaðan, hlaðvarp Bændablaðsins, hefur nú verið í útsendingu í eitt ár. Einn af föstu liðum Hlöðunnar er þátturinn „Í fréttum er þetta helst“ þar sem blaðamennirnir Erla Hjördís Gunnarsdóttir og Vilmundur Hansen fara yfir helstu efnistök nýútkomins Bændablaðs. Von er á nýjum þáttaröðum árið 2021.

„Við viljum kynna betur blaðið með þessum hætti, fara yfir blaðið stutt og hnitmiðað og vonandi fanga eyru hlustenda. Hlaðvarpið er skemmtilegur miðill þar sem hægt er að ná til fólks á annan hátt en með öðrum miðlum. Hlaðvarpið gerir það að verkum að fólk getur í raun hlustað hvar sem er, hvort sem er í bílnum, við eldamennskuna eða þegar fólk er á ferðinni. Þá getur það hlustað á þáttinn hratt og örugglega,“ segir Erla Hjördís.

Vilmundur er orðinn alvanur útvarpsmaður eftir árið enda er hann við stjórnvölinn í tveimur þáttum Hlöðunnar. „Á vissan hátt er þetta tvennt ólíkt. Í þættinum mínum Ræktaðu garðinn þinn get ég röflað að eigin ósk og þarf ekki að passa mig á því að tala ekki of mikið. Spjallið með Erlu er samvinna og við hlæjum mikið saman þó það komi ekki alltaf með eftir klippingu. Mér þykir gaman að vinna báða þættina en hvorn á sinn hátt,“ segir hann.

Þáttur um kántrítónlist í bígerð

Á nýju ári hyggjast þau Vilmundur og Erla Hjördís viðhalda reglulegum hlaðvarpsútgáfum, og von er á nýjum spennandi þáttaröðum.

„Nú er komin góð reynsla á Hlöðuna og sífellt bætast nýir þættir við og vinsældir hlustunar aukast í hverjum mánuði. Fyrirhugað er að hefja kántrí-tónlist til vegs og virðingar inni á Hlöðunni þar sem ég og Drífa Viðarsdóttir munum fara yfir yfirgripsmikinn heim kántrísins með fræðslu, viðtölum og hressandi kántrítónlist. Einnig má nefna að Hlaðan mun gera sitt á nýju ári til að ná til unga fólksins og fá til liðs við sig fulltrúa ungu kynslóðarinnar til að kynna sveitina fyrir áhugasömum hlustendum,“ segir Erla Hjördís.

Á Hlöðunni, hlaðvarpi Bænda­blaðsins, má nálgast fjölbreyttar þáttaraðir. Þar má nefna Kaupfjelagið, Skeggrætt, Havarí hlaðvarp, Ræktaðu garðinn þinn, Fæðuöryggi, Máltíð og Víða ratað.

Hægt er að kynna sér þætti Hlöðunnar á vefsíðu Bændablaðsins, bbl.is og hlusta á þá í öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...