Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Inga Hlín Valdimarsdóttir safnstjóri.
Inga Hlín Valdimarsdóttir safnstjóri.
Mynd / ÁL
Líf og starf 9. nóvember 2022

Hnjótur

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á bænum Hnjóti innst í Örlygshöfn er rekið Minjasafn Egils Ólafssonar. Þrátt fyrir að vera fjarri þéttbýli er safnið staðsett í alfaraleið ferðamanna sem fara út á Látrabjarg.

Inga Hlín Valdimarsdóttir safnstjóri segir sumarið í ár hafa verið svipað þeim sem voru fyrir faraldurinn. Núna eru erlendir gestir í meirihluta og hlutfall Íslendinga minna. Þrátt fyrir heimsfaraldurinn fjölgaði gestum á minjasafninu þar sem margir Íslendingar gerðu sér ferð á Vestfirðina. „Ég held að fjöldi Íslendinga hafi fimmfaldast á milli ára á meðan erlendum ferðamönnum fækkaði mikið,“ segir Inga Hlín.

Á safninu eru varðveittir munir sem Egill Ólafsson, bóndi á Hnjóti, safnaði og tengjast sögu, menningu og náttúru sunnanverðra Vestfjarða. Inga Hlín segir að reglulega séu settar upp tímabundnar sýningar og svo sé reynt að vera með viðburði yfir sumartímann.

Flugvélar tilheyra öðru safni

Á hlaðinu framan við safnið eru nokkrar flugminjar, þar á meðal gömul flugvél af gerðinni Douglas C-117D sem grípur augað þegar ekið er framhjá. Inga Hlín segir algengan misskilning að þeir munir tilheyri Minjasafni Egils Ólafssonar. Raunin er sú að áðurnefndur Egill safnaði líka flugminjum og hélt þeim söfnum aðskildum.

Egill gaf sveitarfélögunum á svæðinu héraðsminjasafnið, á meðan flugmálayfirvöld fengu flugminjarnar til vörslu.

Beðið eftir innviðum

Aðspurð um hvað brenni helst á íbúum hins forna Rauðasandshrepp nefnir Inga Hlín fyrst ferðamál. „Þetta er sá partur í sveitarfélaginu [Vesturbyggð] sem ferðamenn sækja mest. Hér er Látrabjarg og Rauðisandur. Svo eru alltaf fleiri og fleiri að uppgötva Kollsvík og fleiri staði á þessu pínulitla svæði. Þetta er rosaleg náttúruparadís og mikil traffík þegar mest er á sumrin. Það vantar betri innviði, betri vegi og salernisaðstöðu.“

Sumir innviðir hafa skánað undanfarin misseri. Nú er þó komið upp salerni í Kollsvík og á Bjargtöngum. Í september var farsímasambandið á svæðinu bætt til muna og í fyrsta skipti hægt að nota GSM síma á Hnjóti.

Ekki er búið að tengja svæðið við ljósleiðara og þriggja fasa rafmagn þó það standi til. Inga Hlín segir stæðurnar fyrir því flóknar, en í grunninn sé það vesen við lagningu strengjanna og andstaða landeigenda. Til stendur að leggja bundið slitlag út að Sauðlauksdal og á kafla um Látravík, en það hefur tafist rétt eins og rafmagn og net.

Sorp ekki flokkað

Sorpmálin hafa verið í deiglunni undanfarið, en íbúar svæðisins eru ósáttir við þjónustuna sem sveitarfélagið veitir í þeim efnum. „Það er ekki flokkunaraðstaða hérna í sveitinni. Þeir sem flokka þurfa að fara með sorpið yfir á Patró og flokka þar,“ segir Inga Hlín. Hægt er að skila af sér sorpi í gáma við Örlygshöfn, á Rauðasandi og í Skápadal þar sem allt sorp er sett saman. Oft kemur fyrir að gámarnir eru ekki tæmdir tímanlega og þá verður mikill sóðaskapur umhverfis þá.

Skylt efni: Rauðasandshreppur

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...