Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hrafnagil í  raftónum
Líf og starf 22. apríl 2016

Hrafnagil í raftónum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Raftónlistar­maðurinn Árni Grétar, eða Futur­grapher, hefur sent nýlega frá sér plötu sem hann kallar Hrafnagil.

Á plötunni er að finna taktföst, líðandi, mínimalísk og dreymandi lög sem heita nöfnum eins og Pollurinn, Móatún, Útnaust og Hóll. Í sumum þeirra er blandað saman raf- og náttúruhljóðum, eins og vatnsnið, sem á vel við í sveitinni og ekki síst við sauðburð, kartöfluniðursetningu og heyskap.

Árni segir um tónlistina að hún sé samin til heiðurs stórbóndanum Gutta í Hænuvík á sunnanverðum Vestfjörðum. Árni Grétar er með þekktari raftónlistarmönnum á Íslandi og eigandi að jörð í Patreksfirði.

Tónlistin er hljóðrituð á árunum 2014 til 2016 og er þetta þriðja einmennings breiðskífa Futuregrapher. Hinar hétu LP og Skynvera.  

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...