Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hrönn Jörundsdóttir nýr forstjóri MAST
Líf og starf 22. júlí 2020

Hrönn Jörundsdóttir nýr forstjóri MAST

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað doktor Hrönn Jörundsdóttur í embætti forstjóra Matvælastofnunar. Hrönn hefur störf 1.ágúst næst komandi.

Hrönn er með BS gráðu í efnafræði frá Háskóla Íslands og lauk MS-prófi í umhverfisefnafræði árið 2002 frá Stokkhólmsháskóla. Árið 2009 lauk hún einnig doktorsgráðu í umhverfisefnafræði frá Stokkhólmsháskóla og hefur unnið hjá MATÍS undanfarin 11 ár. Frá árinu 2016 hefur hún verið stjórnandi hjá MATÍS  þar sem hún hefur stýrt fjölmörgum innlendum og alþjóðlegum rannsóknarverkefnum, stefnumótun, rekstri og ráðgjafarverkefnum. Einnig hefur Hrönn verið formaður áhættumatsnefndar á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru frá árinu 2019. Hún hefur ennfremur sérhæft sig á sviði matvælaöryggis, áhættumats og áhættumiðlunar.

Alls bárust átján umsóknir um starf forstjóra Matvælastofnunar, en umsóknarfrestur rann út þann 4. maí 2020 og mat hæfn­is­nefnd fimm umsækj­endur vel hæfa til þess að gegna því. Í kjöl­farið boð­aði ráð­herra þá í við­tal þar sem ítar­lega var farið ofan í ein­staka þætti starfs­ins og sýn umsækj­enda.

Var það mat ráð­herra, að Hrönn Jörundsdóttir væri hæfust umsækj­enda til að stýra Matvælastofnun til næstu fimm ára.
 

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...