Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sigurvegarar í flokki vanra þuklara á verðlaunapalli í fyrra.
Sigurvegarar í flokki vanra þuklara á verðlaunapalli í fyrra.
Mynd / Angantýr Ernir Guðmundsson
Líf og starf 15. ágúst 2016

Hrútaþuklarar gera sig klára fyrir Íslandsmótið í hrútadómum

Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákomur og viðburðir. Fram undan er stærsta samkoma ársins, Íslandsmeistaramótið í hrútadómum, sem verður haldið sunnudaginn 21. ágúst og hefst kl. 14.00 í Sævangi við Steingrímsfjörð.
 
Jafnan er góð þátttaka í hrútadómunum, bæði í flokki þaulreyndra hrútadómara og líka í flokki óvanra hrútaþuklara. Að venju verður kjötsúpa á boðstólum og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn. 
 
Síðasta ár sigraði Guðmundur Gunnarsson, bóndi á Kjarlaksvöllum í Saurbæ, í öðru sæti var Vilberg Þráinsson, Hríshóli í Reykhólahreppi og í þriðja sæti varð Bjarki Reynisson, Kjarlaksvöllum. 
 
Sýningar í Sauðfjársetrinu
 
Á Sauðfjársetrinu eru nú uppi þrjár sérsýningar, fyrir utan fastasýningu safnsins sem ber yfirskriftina Sauðfé í sögu þjóðar. Í kaffistofunni er sýningin Manstu? sem er greiningarsýning á ljósmyndum Tryggva Samúelssonar sem voru teknar á árabilinu 1950–1970. Á listasviðinu er sýningin Álagablettir og í sérsýningarherbergi verður nýopnuð sögusýning sem ber yfirskriftina Sumardvöl í sveit. 
 
Nú er annað árið sem Náttúru­barnaskóli á vegum Sauðfjársetursins er starfræktur og hefur yfirnáttúrubarnið Dagrún Ósk Jónsdóttir umsjón yfir verkefninu sem hefur tekist mjög vel. 
 
Safnið verður opið alla daga milli 10–18 út ágúst. Í haust er stefnt að frekari viðburðum. Þá verða m.a. þjóðtrúarkvöldvaka, handverksnámskeið o.fl. Árleg sviðaveisla verður síðan haldin í október.
 
Stórleikarnir í myndinni Hrútar sem háðu hrútaþuklseinvígi við mikinn fögnuð viðstaddra í fyrra. 

Skylt efni: hrútadómar

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...