Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sigurvegarar í flokki vanra þuklara á verðlaunapalli í fyrra.
Sigurvegarar í flokki vanra þuklara á verðlaunapalli í fyrra.
Mynd / Angantýr Ernir Guðmundsson
Líf og starf 15. ágúst 2016

Hrútaþuklarar gera sig klára fyrir Íslandsmótið í hrútadómum

Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákomur og viðburðir. Fram undan er stærsta samkoma ársins, Íslandsmeistaramótið í hrútadómum, sem verður haldið sunnudaginn 21. ágúst og hefst kl. 14.00 í Sævangi við Steingrímsfjörð.
 
Jafnan er góð þátttaka í hrútadómunum, bæði í flokki þaulreyndra hrútadómara og líka í flokki óvanra hrútaþuklara. Að venju verður kjötsúpa á boðstólum og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn. 
 
Síðasta ár sigraði Guðmundur Gunnarsson, bóndi á Kjarlaksvöllum í Saurbæ, í öðru sæti var Vilberg Þráinsson, Hríshóli í Reykhólahreppi og í þriðja sæti varð Bjarki Reynisson, Kjarlaksvöllum. 
 
Sýningar í Sauðfjársetrinu
 
Á Sauðfjársetrinu eru nú uppi þrjár sérsýningar, fyrir utan fastasýningu safnsins sem ber yfirskriftina Sauðfé í sögu þjóðar. Í kaffistofunni er sýningin Manstu? sem er greiningarsýning á ljósmyndum Tryggva Samúelssonar sem voru teknar á árabilinu 1950–1970. Á listasviðinu er sýningin Álagablettir og í sérsýningarherbergi verður nýopnuð sögusýning sem ber yfirskriftina Sumardvöl í sveit. 
 
Nú er annað árið sem Náttúru­barnaskóli á vegum Sauðfjársetursins er starfræktur og hefur yfirnáttúrubarnið Dagrún Ósk Jónsdóttir umsjón yfir verkefninu sem hefur tekist mjög vel. 
 
Safnið verður opið alla daga milli 10–18 út ágúst. Í haust er stefnt að frekari viðburðum. Þá verða m.a. þjóðtrúarkvöldvaka, handverksnámskeið o.fl. Árleg sviðaveisla verður síðan haldin í október.
 
Stórleikarnir í myndinni Hrútar sem háðu hrútaþuklseinvígi við mikinn fögnuð viðstaddra í fyrra. 

Skylt efni: hrútadómar

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...