Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Pálmi Viðar Snorrason, aðstoðarframkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, tekur við fyrstu bílunum frá Kristmanni Frey Dagssyni, sölustjóra Öskju.
Pálmi Viðar Snorrason, aðstoðarframkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, tekur við fyrstu bílunum frá Kristmanni Frey Dagssyni, sölustjóra Öskju.
Mynd / Bílaleiga Akureyrar
Líf og starf 20. október 2021

Keyptu 70 rafbíla á einu bretti

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Höldur-Bílaleiga Akureyrar festi kaup á 70 rafbílum á dögunum, en um er að ræða stærstu einstöku kaup á rafbílum hér á landi.

Fyrirtækið leggur mikla áherslu á orkuskipti í bílaflota sínum, en um 15% bílanna nú eru raf- eða tvinnbílar. Stefnt er að því að fjórðungur bílaflotans verði raf- eða tvinnbílar á næsta ári, að sögn Steingríms Birgissonar, framkvæmdastjóra félagsins.

Bílarnir eru af gerðinni Kia-Niro og er bróðurpartur þeirra, um 60 bílar, þegar komnir til landsins og komnir í útleigu. Steingrímur segir að félagið hafi smám saman verið að fjölga umhverfisvænum bílum í sínum flota og vildu gjarnan gera það hraðar. Það sem hamlar helst er að innviði skorti hér og hvar um landið, við hótel og gististaði vanti fleiri hleðslustöðvar.

Viðskiptavinir vilji gjarnan leigja rafbíla, en enn sem komið er nýtir einungis innlendi markaðurinn þá bíla. Þeir erlendu ferðamenn sem eru á ferð um landið geti ekki nýtt sér þá þar sem ekki er á vísan að róa með hleðslu á gististað. Steingrímur vonar að úr því rætist en Orkusjóður hafi auglýst styrki til gististaða sem vilja byggja upp hleðslustöðvar við fyrirtæki sín.

50 milljónir í hleðslustöðvar

Steingrímur segir að vissulega sé dýrt að koma upp hleðslustöðvum. Höldur-Bílaleiga Akureyrar hefur undanfarin misseri staðið í uppbyggingu á slíkum stöðvum.

Við nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins í Reykjavík, í Skútuvogi 8, er búið að setja upp 26 stöðvar en gert ráð fyrir við uppbygginguna að hægt verði að fjölga þeim upp í 100.

Við Reykjavíkurflugvöll voru settar upp 6 hleðslustöðvar og þær eru jafnmargar á Akureyri, en dreifast á þrjá staði.

„Við erum með 38 hleðslustöðvar núna og ljóst að við munum fjölga þeim umtalsvert á næstunni,“ segir Steingrímur. Fjárfesting við uppbygginguna nemur um 50 milljónum króna, en 6 til 8 milljóna króna styrkur fékkst úr Orkusjóði. 

Skylt efni: rafbílar

Staða harmonikunnar sterk
Líf og starf 30. desember 2024

Staða harmonikunnar sterk

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur úti starfi fyrir harmonikuunnendur, sa...

Nýr heimsmeistari í skák
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Domm...

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu
Líf og starf 27. desember 2024

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu

Á seinni hluta nítjándu aldar hófu kvenfélög að stinga upp kolllinum hérlendis, ...

Jólin komu snemma fyrir norðan
Líf og starf 27. desember 2024

Jólin komu snemma fyrir norðan

Það mátti greina spennu og tilhlökkun í augum Þingeyings sem óðamála sagði umsjó...

Sinn er siður í landi hverju
Líf og starf 27. desember 2024

Sinn er siður í landi hverju

Líkt og Íslendingar eiga Grænlendingar og Færeyingar sér sterkar jólahefðir sem ...

Ár umbreytinga og innsæis
Líf og starf 27. desember 2024

Ár umbreytinga og innsæis

Eins og siður er kastaði völva Bændablaðsins beinum sínum og opnaði fyrir flæði ...

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...