Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Kirkjugarðsklúbburinn
Líf og starf 12. mars 2024

Kirkjugarðsklúbburinn

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Halaleikhópurinn víðfrægi tók að sér verkið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Menchell, gamanleik af bestu gerð í þýðingu Elísabetar Snorradóttur.

Leikhúsgestir fá að kynnast þremur ekkjum, vinkonum sem allar hafa gengið í gegnum missi eiginmanns síns en fundið mismunandi leiðir til að takast á við þá sorg. Þær fara saman mánaðarlega í kirkjugarðinn til að vitja grafanna, og rekast einn daginn á fullorðinn ekkil. Einhverjar tilfinningar kvikna í kjölfarið sem miserfitt er að vinna úr enda spurning hvort eigi að vera sínum ektamanni trú yfir líf og dauða. Eitt er víst að lífið heldur áfram. Vinkonumar þrjár eru leiknar af þeim Hönnu Margréti Kristleifsdóttur, Sóleyju B. Axelsdóttur og Stefaníu B. Björnsdóttur. Ekkilinn leikur Jón Gunnar Axelsson og kunningjakonu þeirra leikur Margrét Eiríksdóttir undir leikstjórn Péturs Eggerz. Hefjast sýningar þann 8. mars en uppselt er á frumsýninguna. Frekari sýningar eru 10. mars klukkan 17, og svo 16. og 22. mars klukkan 20. Miðasala er í síma 8975007 og á netfanginu halaleikhopurinn.is en miðaverð er 3.500 kr.

Skylt efni: Halaleikhópurinn

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...