Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Kjói
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 23. október 2024

Kjói

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Kjói er lítill ránfugl af skúmsætt. Eini ættingi hans hér er sjálfur skúmurinn sem er allur miklu stærri og þreknari. Kjóinn er aftur á móti minni og allur fíngerðari. Tvö litbrigði eru af kjóa, dökkt og ljóst. Dökkur kjói er aldökkur og að mestu móbrúnn en fuglinn sem er á myndinni er dæmi um ljósan kjóa. Eitt af helstu einkennum hans eru langar, oddhvassar miðfjaðrir í stélinu sem sjást vel á myndinni. Kjói er með langa vængi, rennilegan búk og er afar flugfimur. Hann hefur lært að nýta sér þessa flugfimi til að ræna æti frá öðrum fuglum. Hann eltir uppi kríur, ritur, lunda og fýl og þreytir þá þangað til þeir neyðast til að sleppa ætinu sem þeir hafa. Kjóinn nær þá að grípa ætið, jafnvel á flugi. Kjói er útbreiddur um allt land frá fjöru til fjalls og inn á hálendi. Varpsvæði hans eru því nokkuð fjölbreytt. Þótt hreiðrið sjálft sé lítilfjörlegt – dæld í jörðinni – þá verpa þeir í votlendi, móum, söndum og hálendisvinjum. Hér á Íslandi er hann farfugl en varpheimkynni hans eru ekki bara á Íslandi heldur allt umhverfis norðurheimskautið og Norður-Atlantshafið. Þegar haustar færir hann sig síðan sunnan megin við miðbaug þar sem hann dvelur á Suður-Atlantshafinu.

Skylt efni: fuglinn

Staða harmonikunnar sterk
Líf og starf 30. desember 2024

Staða harmonikunnar sterk

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur úti starfi fyrir harmonikuunnendur, sa...

Nýr heimsmeistari í skák
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Domm...

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu
Líf og starf 27. desember 2024

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu

Á seinni hluta nítjándu aldar hófu kvenfélög að stinga upp kolllinum hérlendis, ...

Jólin komu snemma fyrir norðan
Líf og starf 27. desember 2024

Jólin komu snemma fyrir norðan

Það mátti greina spennu og tilhlökkun í augum Þingeyings sem óðamála sagði umsjó...

Sinn er siður í landi hverju
Líf og starf 27. desember 2024

Sinn er siður í landi hverju

Líkt og Íslendingar eiga Grænlendingar og Færeyingar sér sterkar jólahefðir sem ...

Ár umbreytinga og innsæis
Líf og starf 27. desember 2024

Ár umbreytinga og innsæis

Eins og siður er kastaði völva Bændablaðsins beinum sínum og opnaði fyrir flæði ...

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...