Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Búfræðinemar frá Hvanneyri í fjárhúsum að Hríshóli í Eyjafirði. Búfræðinemarnir fréttu af Guðna í Eyjafirðinum og stefndu honum að Hríshóli. Þar ávarpaði hann unga fólkið og brýndi það til dáða og sagði það hafa verk að vinna.
Búfræðinemar frá Hvanneyri í fjárhúsum að Hríshóli í Eyjafirði. Búfræðinemarnir fréttu af Guðna í Eyjafirðinum og stefndu honum að Hríshóli. Þar ávarpaði hann unga fólkið og brýndi það til dáða og sagði það hafa verk að vinna.
Mynd / GRJ
Líf og starf 20. mars 2020

Komu við á þrettán bæjum

Höfundur: Guðjón Ragnar Jónasson

Fyrstu helgina í mars voru búfræðinemar frá Hvanneyri á ferð um Norðurland. Hópurinn lagði upp frá Hvanneyri og hafði fyrstu viðdvöl í Hrútafirði en að lokum voru eyfirskir bændur sóttir heim. Nemarnir gerðu sem sagt víðreist, komu við á þrettán bæjum og geri aðrir betur á einni helgi.

Meðal annars var komið við í fjárhúsum að Hríshóli þaðan sem myndin hér að ofan er tekin. Bændurnir á bænum tóku vel á móti hópnum og ekki skemmdi að veðrið var gott og Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta. Þessa helgi flutti Guðni Ágústsson ræðu á Kaffi kú í Eyjafjarðarsveit auk þess sem Guðjón Ragnar Jónasson, annar höfundur bókarinnar Kindasögur, las upp.

Búfræðinemarnir fréttu af Guðna í Eyjafirðinum og stefndu honum að Hríshóli. Þar ávarpaði hann unga fólkið og brýndi það til dáða og sagði það hafa verk að vinna. Verkefnin væru ærin þegar kæmi að því að tryggja framtíð íslenskra sveita. Guðni sagði líka sögur frá námsárum sínum á Hvanneyri og ræddi við nemendurna. Að endingu gaf bókaforlagið Sæmundur á Selfossi búfræðinemunum Kindasögurnar sem kveðjugjöf. 

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...