Kóngurinn í Skagafirði
Jón Arnljótsson, sauðfjárbóndi á Ytri- Mælifellsá í Skagafirði, hefur lengi verið einn af sterkustu skákmönnum Skagfirðinga.
Árið 2012 tók hann þátt í Reykjavík Open og tefldi þar við marga sterka andstæðinga, meðal annars við bandaríska stórmeistarann Maurice Ashley og Lenku Ptacnikova, sem er stórmeistara kvenna og margfaldur Íslandsmeistari í skák.
Jón byrjaði mótið mjög vel þegar hann náði jafntefli við Lenku í fyrstu umferð. Jón tapaði fyrir Ashley í 2. umferð. Jón fékk 4 vinninga á mótinu af 9 mögulegum sem er alveg ágætur árangur á svona sterku móti. Í 4. umferð tefldi Jón við nýjasta stórmeistara Íslendinga, Vigni Vatnar Stefánsson, sem þá var ungur að árum en mikið efni eins og kom á daginn. Jón vann skákina með hvítu eftir uppgjöf Vignis, enda við það að missa hrók.
Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband. Umsjón: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is