Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Jón Arnljótsson að tafli á Skákþingi Norðlendinga að Skógum í Fnjóskadal nú nýlega.
Jón Arnljótsson að tafli á Skákþingi Norðlendinga að Skógum í Fnjóskadal nú nýlega.
Líf og starf 22. júlí 2024

Kóngurinn í Skagafirði

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Jón Arnljótsson, sauðfjárbóndi á Ytri- Mælifellsá í Skagafirði, hefur lengi verið einn af sterkustu skákmönnum Skagfirðinga.

Árið 2012 tók hann þátt í Reykjavík Open og tefldi þar við marga sterka andstæðinga, meðal annars við bandaríska stórmeistarann Maurice Ashley og Lenku Ptacnikova, sem er stórmeistara kvenna og margfaldur Íslandsmeistari í skák.

Jón byrjaði mótið mjög vel þegar hann náði jafntefli við Lenku í fyrstu umferð. Jón tapaði fyrir Ashley í 2. umferð. Jón fékk 4 vinninga á mótinu af 9 mögulegum sem er alveg ágætur árangur á svona sterku móti. Í 4. umferð tefldi Jón við nýjasta stórmeistara Íslendinga, Vigni Vatnar Stefánsson, sem þá var ungur að árum en mikið efni eins og kom á daginn. Jón vann skákina með hvítu eftir uppgjöf Vignis, enda við það að missa hrók.

Jón Arnljótsson hvítt – Vignir Vatnar Stefánsson svart. Hvítur á leik. 26. He1 !....og svartur gafst upp enda drottningin á e6 í uppnámi og hún getur ekki haldið valdi á hróknum á g6, sem mun falla í kjölfarið.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband. Umsjón: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...