Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Jón Arnljótsson að tafli á Skákþingi Norðlendinga að Skógum í Fnjóskadal nú nýlega.
Jón Arnljótsson að tafli á Skákþingi Norðlendinga að Skógum í Fnjóskadal nú nýlega.
Líf og starf 22. júlí 2024

Kóngurinn í Skagafirði

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Jón Arnljótsson, sauðfjárbóndi á Ytri- Mælifellsá í Skagafirði, hefur lengi verið einn af sterkustu skákmönnum Skagfirðinga.

Árið 2012 tók hann þátt í Reykjavík Open og tefldi þar við marga sterka andstæðinga, meðal annars við bandaríska stórmeistarann Maurice Ashley og Lenku Ptacnikova, sem er stórmeistara kvenna og margfaldur Íslandsmeistari í skák.

Jón byrjaði mótið mjög vel þegar hann náði jafntefli við Lenku í fyrstu umferð. Jón tapaði fyrir Ashley í 2. umferð. Jón fékk 4 vinninga á mótinu af 9 mögulegum sem er alveg ágætur árangur á svona sterku móti. Í 4. umferð tefldi Jón við nýjasta stórmeistara Íslendinga, Vigni Vatnar Stefánsson, sem þá var ungur að árum en mikið efni eins og kom á daginn. Jón vann skákina með hvítu eftir uppgjöf Vignis, enda við það að missa hrók.

Jón Arnljótsson hvítt – Vignir Vatnar Stefánsson svart. Hvítur á leik. 26. He1 !....og svartur gafst upp enda drottningin á e6 í uppnámi og hún getur ekki haldið valdi á hróknum á g6, sem mun falla í kjölfarið.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband. Umsjón: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Prjónavetri lýkur
Líf og starf 10. apríl 2025

Prjónavetri lýkur

Íslenskur prjónaiðnaður hættir aldrei að vera móðins enda hefur Listasafn Sigurj...

Falleg sumarpeysa
Líf og starf 9. apríl 2025

Falleg sumarpeysa

Falleg peysa fyrir sumarið, prjónuð úr DROPS Muskat eða DROPS Belle sem er á 30%...

Bændablaðið á Suðurskautinu
Líf og starf 8. apríl 2025

Bændablaðið á Suðurskautinu

Hjörleifur Jóhannesson flugstjóri greip Bændablaðið með sér á Suðurskautslandið ...

Búvörusýning í Reykjavík
Líf og starf 8. apríl 2025

Búvörusýning í Reykjavík

Snemma árs 1984 hófst samstarf mjólkurdagsnefndar og markaðsnefndar landbúnaðari...

Dropinn holar steininn
Líf og starf 7. apríl 2025

Dropinn holar steininn

Eins og áður hefur komið fram er tískuiðnaðurinn mikill skaðvaldur náttúrunnar. ...

Alþjóðlegt skákmót í Mývatnssveit
Líf og starf 3. apríl 2025

Alþjóðlegt skákmót í Mývatnssveit

Helgina 15.-16. mars fór fram alþjóðlegt skákmót í félagsheimilinu Skjólbrekku í...

Kvöldmatur á korteri með íslensku lambakjöti
Líf og starf 2. apríl 2025

Kvöldmatur á korteri með íslensku lambakjöti

Matreiðslukeppni fyrir áhugakokka var haldin á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. m...

Ferðin á Heimsenda
Líf og starf 31. mars 2025

Ferðin á Heimsenda

Leikfélag Blönduóss, sem var endurvakið eftir níu ára dvala fyrir tveimur árum, ...