Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Þrír efstu í A-flokki: Sverrir Möller, Ingvi Guðmundsson og Maríus Halldórsson, sem var efstur ásamt Mílu frá Hallgilsstöðum.
Þrír efstu í A-flokki: Sverrir Möller, Ingvi Guðmundsson og Maríus Halldórsson, sem var efstur ásamt Mílu frá Hallgilsstöðum.
Líf og starf 17. september 2024

Korkubikarinn féll í hlut nýliðans Kríu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Helgina 24.–25. ágúst sl. fór Landskeppni Smalahundafélags Íslands, SFÍ, fram að Ási í Vatnsdal í samstarfi við smalahundadeild Snata í Húnavatnssýslu.

Kría frá Hjartarstöðum hlaut, ásamt eiganda sínum Herdísi Erlendsdóttur, ungliðaverðlaun landskeppni SFÍ.

Besta tík mótsins var valin vinningshafi A-flokks, Míla frá Hallgilsstöðum, en hún fékk einnig Tígulsbikarinn sem veittur er þeim hundi sem fær flest stig í keppninni. Besti hundur móts var Bassi frá Hríshóli sem lenti í 2. sæti í A-flokki. Nýr farandbikar, í minningu Svans H. Guðmundssonar í Dalsmynni, var veittur af Höllu Guðmundsdóttur, ekkju Svans, en hann lést árið 2022. Svanur var virkur félagi SFÍ og lagði metnað sinn í að aðstoða þá sem voru að stíga sín fyrstu skref í þjálfun BC-fjárhunda. Bikarinn, sem nefnist Korkubikar eftir bestu tík Svans, fer til þess nýliðapars sem stendur sig best á landskeppni SFÍ. Að þessu sinni var það Herdís Erlendsdóttir með tíkina Kríu frá Hjartarstöðum sem fékk afhentan Korkubikarinn.

Að þessu sinni voru 17 hundar skráðir til keppni, í þremur flokkum, og dreifðist það nokkuð jafnt á milli flokka. Veðrið var í svipuðum stíl og það hefur verið þetta sumarið, talsverð bleyta og lítið sást til sólar, en keppendur létu það ekki á sig fá enda vanir að þurfa að smala í margbreytilegum veðrum.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...