Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Nemendur Flóaskóla með langspilin sem þau smíðuðu undir handleiðslu Eyjólfs Eyjólfssonar  sem er með þeim á myndinni. Lengst til vinstri er Gunnlaug Hartmannsdóttir, skólastjóri Flóaskóla.
Nemendur Flóaskóla með langspilin sem þau smíðuðu undir handleiðslu Eyjólfs Eyjólfssonar sem er með þeim á myndinni. Lengst til vinstri er Gunnlaug Hartmannsdóttir, skólastjóri Flóaskóla.
Líf og starf 25. október 2019

Langspilsvaka á Íslenska bænum í Austur-Meðalholtum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Helgina 26.–27. október fer fram Lang­spils­vaka á Íslenska bænum í Austur-Meðalholtum, tónlistarhátíð tileinkuð íslenska langspilinu. 
 
Meðal flytjenda eru Björg Þórhallsdóttir sópran, Elísabet Waage hörpuleikari, Hilmar Örn Agnarsson organisti, Steinunn Arnbjörg Stefáns­dóttir barokksellóleikari, Rósa Þorsteins­dóttir kvæðakona, Sönghópurinn Voces Thules, Eyjólfur Eyjólfsson, tenór og langspilsleikari, og nemendur úr Flóaskóla. 
 
Sýning á 18 langspilum
 
Dagskrá laugardagsins er æði fjölbreytt. Hátíðin hefst kl. 14.00 í sýningarskála staðarins með sýningu á 18 langspilum sem nemendur í 5. og 6. bekk í Flóaskóla smíðuðu undir handleiðslu Eyjólfs Eyjólfssonar síðasta vetur. 
 
Kl. 15.00 mun Rósa Þorsteinsdóttir ásamt fleirum kveða vel valdar rímur í gömlu baðstofunni og þar verður einnig leikið á langspil. 
 
Fyrri tónleikar laugardagsins hefjast kl. 16.00 og verða tileinkaðir kirkjutónlist þar sem leikið verður undir söng á harmóníum, langspil og hörpu. 
 
Kl. 20.30 fara fram seinni tónleikarnir en þeir verða á veraldlegum nótum þar sem gömlu hljóðfærin fá á sig annan og fjörlegri blæ. Í kjölfarið breytist sýningarskálinn í danssal þegar Atli Freyr Hjaltason þjóðdansari mun leiða danssporin í gömlu dönsunum og hinum ýmsu þjóðdönsum eins og vikivaka. 
 
Hluti af lokaverkefni Eyjólfs Eyjólfssonar
 
Dagskrá sunnudagsins verður tileinkuð langspilssmíðaverkefninu í Flóaskóla. Húsið verður opnað kl. 14.00 með fyrrnefndri langspilssýningu. Lokaatriði hátíðarinnar hefst svo kl. 15.00 þegar nemendur í Flóaskóla syngja nokkur lög úr Þjóðlagasafni sr. Bjarna Þorsteinssonar og leika undir á eigin langspil.
 
Langspilssmíðaverkefnið er hluti af lokaverkefni Eyjólfs Eyjólfssonar í meistara­námi í þjóðfræði við Háskóla Íslands um íslenska langspilið, upplifun fólks á hljóðfærinu og notagildi þess til náms og kennslu. Rannsóknin styðst við fyrri rannsókn sem gerð var af bandaríska þjóðtónlistarfræðingnum David G. Woods árið 1981. Þar rannsakaði hann 21 langspil víðs vegar um landið og lýsir hvernig hljóðfærið gæti nýst í grunnskólakerfinu. 
 
Eins og Woods leggur upp með var útbúinn smíðispakki (e. kit) í samstarfi við Íslenska bæinn í Austur-Meðalholtum og Flóaskóla sem nemendur nota til að smíða sitt eigið langspil undir handleiðslu Eyjólfs og smíðakennara skólans. Áætlaður tímafjöldi við samsetningu og smíði hljóðfærisins taldi Woods vera innan við 10 klukkustundir. 
 
Með því að gefa nemendum á mið- og efri stigum Flóaskóla tækifæri á að smíða og eignast sitt eigið langspil er markmið verkefnisins að nemendur hafi við lok þess þróað handverkskunnáttu og fengið undirstöðuþekkingu í smíði og eðlisfræði strengjahljóðfæra. Einnig hafi þau öðlast þekkingu um baðstofumenningu íslenska bændasamfélagsins með sérstöku tilliti til dægrastyttingar á borð við rímnakveðskap, söng og hljóðfæraleik á 18. og 19. öld og margt fleira. 

8 myndir:

Skylt efni: Langspil

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...