Sigurbjartur Ingibergsson mótsstjóri útskýrir reglurnar.
Sigurbjartur Ingibergsson mótsstjóri útskýrir reglurnar.
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Höfundur: Páll Imsland

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fór fram í Breiðfirðingabúð föstudaginn 15. nóvember sl.

Hornafjarðarmanni er afbrigði af spilinu Manna sem var mjög vinsælt meðal Íslendinga á meðan menn stunduðu það enn að spila á spil sér til afþreyingar, afþreyingu sem mikið hefur hnignað á síðustu áratugum. Líklega byrjaði þessi afþreying að láta undan fyrir sjónvarpsáhorfi þegar sjónvarpið breiddist út en hefur örugglega hjaðnað enn hraðar eftir að einstaklingstölvur og snjalltæki komu til sögunnar.

Afbrigðið af Manna sem kallast Hornafjarðarmanni er rakið til séra Eiríks Helgasonar (1892–1954) sem var prestur á Sandfelli í Öræfum og síðan prófastur í Bjarnanesi í Hornafirði. Það var mjög vinsælt í Austur-Skaftafellssýslu og breiddist þaðan út með vertíðarmönnum sem reru frá Hornafirði á 20. öldinni og fleirum og var orðið þekkt um mest allt land áður en halla fór undan fæti fyrir almennri spilamennsku.

Hornafjarðarmanni hefur þó gengið í endurnýjun lífdaga á síðustu áratugum, eftir að eldhuginn Albert Eymundsson á Höfn í Hornafirði efndi til kappmóta í Hornafjarðarmanna. Það byrjaði allt á 100 ára afmæli Hornafjarðar sem verslunarstaðar árið 1997. Nú er keppt í þessu spili á ýmsum vettvangi. Hæst ber þó þrjú kappmót í spilinu. Eitt þeirra er keppnin um Hornafjarðarmeistara í Hornafjarðarmanna. Annað er Íslandsmótið í Hornafjarðarmanna, sem fram fer á vegum Skaftfellingafélagsins í Reykjavík árlega og er nú nýafstaðið. Hið þriðja er Heimsmeistaramótið í Hornafjarðarmanna, sem jafnan fer fram í tengslum við Humarhátíð á Hornafirði í júlí ár hvert. Fólk kemur víða að til að taka þátt í þessum mannamótum sem einkennast af sérstöku samspili skemmtunar og keppni.

Í Hornafjarðarmanna spila þrír á borði og safna stigum. Spilareglurnar eru einfaldar og lærist spilið mjög fljótt. Sá sem í lokin hefur aflað sér flestra stiga hefur unnið. Í keppnum í spilinu er spilað á mörgum borðum og flakka menn á milli númeraðra borða eftir ákveðnum reglum.

Mótsstjóri mannamótsins að þessu sinni var Sigurpáll Ingibergsson frá Fiskhóli á Höfn í Hornafirði. Íslandsmeistari árið 2024 varð Bjarki Elvar Stefánsson, sem er ættaður frá Hofskoti í Öræfum. Í lokasennunni atti hann kappi við hjónin Elínu Guðmundardóttur, sem er Norðfirðingur og Jón Guðmundsson frá Dvergasteini á Höfn. Veglegur farand-verðlaunagripur fylgir titlinum Íslandsmeistari í Hornafjarðarmanna. Hann er sérhannað hornfirskt leirlistaverk eftir Kristbjörgu Guðmundsdóttur leirlistakonu, en hún er af hornfirskum ættum, frá Byggðarholti í Lóni. Það var því sterkur skaftfellskur blær yfir mótinu.

Íslandsmeistari í Hornafjarðarmanna, Bjarki Elvar Stefánsson, fyrir miðju, og hjónin Elín Guðmundardóttir og Jón Guðmundsson sem urðu í 2. og 3. sæti.

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...

Umhverfismeðvitundin
Líf og starf 16. desember 2024

Umhverfismeðvitundin

Í kuldanum sem nú ríkir er fátt notalegra en að klæðast hlýjum fatnaði sem hverg...

Hvítur mátar í þremur leikjum
Líf og starf 16. desember 2024

Hvítur mátar í þremur leikjum

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson vann sigur á Friðriksmóti Landsbankans – Ísl...

Nýtt og glæsilegt fjós í Hólabæ
Líf og starf 13. desember 2024

Nýtt og glæsilegt fjós í Hólabæ

Fjölmenni mætti í opið fjós á bænum Hólabæ í Langadal laugardaginn 23. nóvember.

Skilaboð að handan um bein Agnesar og Friðriks
Líf og starf 13. desember 2024

Skilaboð að handan um bein Agnesar og Friðriks

Öxin, Agnes og Friðrik. Síðasta aftakan á Íslandi – aðdragandi og eftirmál, er h...

Heimskautalandbúnaður í breyttum heimi
Líf og starf 11. desember 2024

Heimskautalandbúnaður í breyttum heimi

Dagana 23.–25. september 2025 verður 12. alþjóðlega ráðstefnan um landbúnað á ja...

Rýnt í matarkistuna
Líf og starf 9. desember 2024

Rýnt í matarkistuna

Á Matarmóti Austurlands var hráefni fjórðungsins í aðalhlutverki auk þess sem fæ...