Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Aðgengi mannúðaraðstoðar, og þar með matvælaaðstoðar, að svæðum í neyð hefur farið versnandi. Hér eru starfsmenn Matvælaaðstoðarinnar í Rohingya-flóttamannabúðunum í Suður-Bangladess, þar sem yfir 920 þúsund Róhingjar frá Mjanmar hafast við. Þetta eru stærstu flóttamannabúðir heims.
Aðgengi mannúðaraðstoðar, og þar með matvælaaðstoðar, að svæðum í neyð hefur farið versnandi. Hér eru starfsmenn Matvælaaðstoðarinnar í Rohingya-flóttamannabúðunum í Suður-Bangladess, þar sem yfir 920 þúsund Róhingjar frá Mjanmar hafast við. Þetta eru stærstu flóttamannabúðir heims.
Mynd / WFP 2025 Global Outlook, Lena von Zabern
Utan úr heimi 17. desember 2024

Horfurnar fyrir næsta ár kolsvartar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) áætlar að 343 milljónir manna í 74 löndum líði hungur. Skert aðgengi að neyðarsvæðum er orðið eitt mesta vandamál sem mannúðaraðstoð stendur frammi fyrir.

Í skýrslunni WFP 2025 Global Outlook, sem kom út í nóvember, fjallar Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna um horfur á komandi ári hvað varðar hungur og fæðuöryggi í heiminum. Útlitið er sagt svart.

Alvarlegt hungur er aftur að aukast og hefur áhrif á 343 milljónir manna í 74 löndum. WFP starfar í öllum þeim löndum að matvælaaðstoð.

Talið er að allt að 1,9 milljónir manna séu á barmi ítrustu hungursneyðar, fyrst og fremst á Gaza og í Súdan, þar sem hungursneyð var staðfest á einum stað í júlí sl., en einnig hluti íbúa í Suður-Súdan, í Malí og á Haítí.

Áætlað er að WFP þurfi á næsta ári 16,9 milljarða Bandaríkjadala til að sinna neyðartilvikum, efla seiglu og uppræta undirrót hungurs, sem myndi gera Matvælaáætluninni kleift að ná til 123 milljóna af því fólki sem er í mestri hættu vegna hungurs.

Fæðuóöryggi er orðið að faraldri

Alvarlegt fæðuóöryggi er sagt steðja að hartnær 200 milljónum manna og er líkt við faraldur. Þetta fólk þarfnast tafarlausrar aðstoðar. Þá er talið að 44,4 milljónir manna séu á mesta neyðarstigi. Mestan óhug vekur að fjöldi þess fólks sem stendur frammi fyrir algerri neyð hefur aukist og nær fjöldi þess áður óþekktum hæðum.

Átök eru enn helsti drifkraftur fæðuóöryggis. Um 65 prósent af þeim sem er ógnað vegna skerts fæðuöryggis búa við viðkvæmar aðstæður.

Vopnuð átök hafa aukist mikið á síðasta áratug, eða um meira en helming. Þá er vopnað ofbeldi sagt helsti orsakavaldur á 14 af 16 svæðum þar sem hungur er alvarlegt og búist við að ástandið versni á komandi mánuðum. Nýleg og langvinn átök þar sem þetta á við eru t.d. í Súdan, á Gaza, Haíti, í Malí og Suður-Súdan. Önnur þekkt hungursvæði, þar sem átök eru lykilorsök, eru Búrkína Fasó, Tsjad, Horn Afríku, Líbanon, Mósambík, Mjanmar, Nígería, Sýrland og Jemen. Um mitt ár 2024 höfðu 122,6 milljónir manna hrakist á flótta undan vopnuðum átökum og er það tvöföldun miðað við fyrir tíu árum.

Öfgaveður ýtir undir hungur

Öfgaveður víða um heim ýtir undir hungur og matvælaóöryggi. El Niño- veðurfarsöfgarnar 2023–4 trufluðu mjög landbúnaðarframleiðslu.

Alvarleg áhrif þessa á fæðuöryggi og í kjölfarið vanframboð fæðu og hátt verð, munu að sögn WFP vara fram á fyrsta árshluta 2025 og valda því að tugir milljóna manna til viðbótar þurfi matvælaaðstoð. Dregin er í skýrslu WFP upp mynd af versnandi þurrkum, skógareldum, óreglulegri úrkomu, mjög háum hita, flóðum, met í hækkun sjávarhita, fellibyljum og alvarlegum stormum. Veðurfarsöfgarnar hafi eyðilagt víðfeðm landbúnaðarlönd og uppskeru, ýmist til skemmri eða lengri tíma.

Efnahagslegar hindranir

Staða eins af hverjum fjórum þróunarhagkerfum, og meira en helmingur hagkerfa sem standa frammi fyrir stríðsátökum, verður lakari nú í árslok en var í aðdraganda heimsfaraldursins. Skuldir hins opinbera á heimsvísu eru í hámarki og auk hárra vaxta hefur kostnaður við greiðslubyrði aukist verulega.

Helmingur af lágtekjulöndum heimsins eru annaðhvort þegar í skuldavanda eða í mikilli hættu á því. Á sama tíma er matvælaverðbólga áfram víða þrálát, sem minnkar kaupmátt og torveldar aðgengi að fæðu fyrir milljónir heimila. Á síðustu fjórum árum hefur matvælaverð meira en tvöfaldast í 26 löndum á heimsvísu, segir í skýrslunni.

Skert aðgengi að neyðarsvæðum

Aðgengi mannúðaraðstoðar, og þar með matvælaaðstoðar, að svæðum í neyð hefur farið versnandi. Því valda m.a. átök, breyttar áherslur, pólitískt aðgerðaleysi, stjórnsýslulegar og skrifræðislegar hindranir og veðurfarsöfgar. WFP segir í skýrslunni að um sé að ræða mikla áskorun sem sigrast þurfi á með öllum ráðum, m.a. með ríkari samskiptum við staðbundna og alþjóðlega hagsmunaaðila sem hafa áhrif á mannúðarmál. Hindrað aðgengi sé nú mesta vandamálið við að veita neyðaraðstoð.

Skylt efni: fæðuöryggi

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...