Húsnæði „Gömlu Þingborgar“, sem stendur við þjóðveg 1 og er í eigu Flóahrepps. Þingborgarhópurinn svonefndi hefur haft aðstöðu í húsinu síðustu ár.
Húsnæði „Gömlu Þingborgar“, sem stendur við þjóðveg 1 og er í eigu Flóahrepps. Þingborgarhópurinn svonefndi hefur haft aðstöðu í húsinu síðustu ár.
Mynd / mhh
Fréttir 17. desember 2024

Vilja fá Gömlu Þingborg gefins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að selja „Gömlu Þingborg“ svonefndu, sem er húsnæði við þjóðveg 1.

Þingborgarhópurinn, sem er öflugur prjónahópur, hefur haft aðstöðu í húsinu og er þar með ullarvinnslu og verslun.

Á fundi sveitarstjórnar 5. nóvember sl. var tekið fyrir erindi frá hópnum þar sem kemur fram að honum hafi verið brugðið að sjá að húsið er komið á sölu. Sala hússins myndi setja starfsemi hópsins í uppnám en hópurinn hefur starfað frá árinu 1990.

Þingborgarhópurinn hefur óskað eftir því við Flóahrepp að húsið verði afhent hópnum til eignar endurgjaldslaust og að sveitarfélagið styðji starfsemi hópsins með því að fella niður gjöld af húsinu. Sveitarstjórn Flóahrepps hefur hafnað erindinu og segist með þeirri ákvörðun vera að gæta að hagsmunum íbúa sveitarfélagsins og fylgja ábyrgri fjármálastjórnun og ráðstöfun eigna sveitarfélagsins.

„Sveitarstjórn ber að gæta jafnræðis í ákvörðunum sínum en ljóst er að ákvörðun um að gefa frá sér eignir eða fella alfarið niður gjöld af eignum skapar fordæmi til framtíðar,“ segir m.a. í bókun sveitarstjórnar. Þá má geta þess að uppsafnað tap á Gömlu Þingborg er um 5,4 milljónir króna á síðustu sjö árum þrátt fyrir innkomnar leigutekjur á þeim árum. Þá hefur viðhaldi og endurbótum húsnæðisins ekki verið sinnt eins og þörf krefur og því ljóst að húsið þarfnast töluverðra endurbóta á næstu árum.

Í Þingborgarhópnum eru 27 konur en fimm af þeim eru búsettar í Flóahreppi.

Skylt efni: Þingborg

Vilja fá Gömlu Þingborg gefins
Fréttir 17. desember 2024

Vilja fá Gömlu Þingborg gefins

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að selja „Gömlu Þingborg“ svonefndu, sem...

Ullarvörur og námskeiðahald
Fréttir 17. desember 2024

Ullarvörur og námskeiðahald

Ullarverið er nafn á nýrri verslun með ullartengdar vörur í verksmiðjuhúsnæði í ...

Borað eftir köldu vatni í Ingólfsfjalli
Fréttir 17. desember 2024

Borað eftir köldu vatni í Ingólfsfjalli

Sveitarfélagið Árborg er nú að láta bora eftir köldu vatni í Ingólfsfjalli til a...

Gjaldfrjáls skólaganga
Fréttir 17. desember 2024

Gjaldfrjáls skólaganga

Leikskóli verður gjaldfrjáls fyrir öll börn í sveitarfélaginu Eyja- og Miklaholt...

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk
Fréttir 13. desember 2024

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk

Matvælasvindl er vaxandi vandamál í heiminum. Engin mál tengd meintum matarsviku...

Kortleggja ræktarlönd
Fréttir 13. desember 2024

Kortleggja ræktarlönd

Matvælaráðuneytið ætlar að ráðast í kortlagningu á gæðum ræktarlands á Íslandi.

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði
Fréttir 12. desember 2024

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði

Um áramót taka gildi umtalsverðar hækkanir á raforkuverði til garðyrkjubænda. Ge...

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga
Fréttir 12. desember 2024

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga

Loftslagsráð segir að nú þurfi að verða þáttaskil í framkvæmd loftslagsaðgerða o...