Elín Jóna Traustadóttir og Margrét Gunnarsdóttir, eigendur hins nýja Ullarvers við Flúðir.
Elín Jóna Traustadóttir og Margrét Gunnarsdóttir, eigendur hins nýja Ullarvers við Flúðir.
Mynd / Aðsend
Fréttir 17. desember 2024

Ullarvörur og námskeiðahald

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ullarverið er nafn á nýrri verslun með ullartengdar vörur í verksmiðjuhúsnæði í Borgarási rétt við Flúðir í Hrunamannahreppi.

Þar er einnig verið að koma upp aðstöðu til að grunnvinna ull fyrir viðskiptavini og vinnuaðstöðu fyrir námskeiðahald og vinnustofur.

Eigendur Ullarversins eru Margrét Gunnarsdóttir á Ísabakka og Fjallaspuni ehf., sem er í eigu Elínar Jónu Traustadóttur í Tungufelli. Verslunin var opnuð laugardaginn 30. nóvember sl.

„Næsta verkefni er að að koma upp aðstöðu til námskeiðahalds tengdu ullarvinnslu, til dæmis námskeið í spuna, vefnaði, litun og þæfingu. Í þeirri aðstöðu verður einnig hægt að hafa vinnustofur þar sem fólk getur leigt sér tíma til að nýta aðstöðuna til sinnar vinnu tengt ullinni,“ segir Elín Jóna.

Nú er verið að vinna í öflun véla fyrir ullarvinnsluna sjálfa og er stefnt að því að Margrét og Elín Jóna geti unnið sína eigin ull í náinni framtíð í fyrirtæki sínu.

„Íslenska sauðkindin og ullin af henni er náttúrlega frábær og hefur bjargað lífi okkar Íslendinga í gegnum tíðina. Ullin hefur löngum verið vanmetin enda okkar mesta áskorun í framtíðinni er að ef sauðfé fækkar mikið meira í landinu en nú er, þá mun verða skortur á ull til vinnslu. Við erum spenntar að taka á móti gestum í Ullarverið og vonum að sem flestir sem eru á ferð um svæðið komi við að skoða aðstöðuna,“ segir Margrét.

Vilja fá Gömlu Þingborg gefins
Fréttir 17. desember 2024

Vilja fá Gömlu Þingborg gefins

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að selja „Gömlu Þingborg“ svonefndu, sem...

Ullarvörur og námskeiðahald
Fréttir 17. desember 2024

Ullarvörur og námskeiðahald

Ullarverið er nafn á nýrri verslun með ullartengdar vörur í verksmiðjuhúsnæði í ...

Borað eftir köldu vatni í Ingólfsfjalli
Fréttir 17. desember 2024

Borað eftir köldu vatni í Ingólfsfjalli

Sveitarfélagið Árborg er nú að láta bora eftir köldu vatni í Ingólfsfjalli til a...

Gjaldfrjáls skólaganga
Fréttir 17. desember 2024

Gjaldfrjáls skólaganga

Leikskóli verður gjaldfrjáls fyrir öll börn í sveitarfélaginu Eyja- og Miklaholt...

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk
Fréttir 13. desember 2024

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk

Matvælasvindl er vaxandi vandamál í heiminum. Engin mál tengd meintum matarsviku...

Kortleggja ræktarlönd
Fréttir 13. desember 2024

Kortleggja ræktarlönd

Matvælaráðuneytið ætlar að ráðast í kortlagningu á gæðum ræktarlands á Íslandi.

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði
Fréttir 12. desember 2024

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði

Um áramót taka gildi umtalsverðar hækkanir á raforkuverði til garðyrkjubænda. Ge...

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga
Fréttir 12. desember 2024

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga

Loftslagsráð segir að nú þurfi að verða þáttaskil í framkvæmd loftslagsaðgerða o...