Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Maríuerla
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 4. júlí 2023

Maríuerla

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Maríuerla er lítill, kvikur og flugfimur spörfugl. Hún er útbreidd um mest allt land, einkum niðri á láglendi en einnig finnast fuglar nærri mannabústöðum á hálendinu. Hún er skordýraæta og veiðir helst flugur, bjöllur og fiðrildi. Hún veiðir skordýrin á flugi eða á jörðinni þar sem þær geta hlaupið mjög hratt. Þær hafa langt stél sem þær veifa í sífellu þegar þær sitja eða eru bröltandi á jörðinni. Þessi hegðun er reyndar einkennandi fyrir tegundir af erluætt og draga þær enska heitið sitt, wagtail, af þessari hegðun. Maríuerlur eiga það til að gera sér hreiður í mannabústöðum, klettum eða jafnvel grenitrjám. Venjulega gerir hún hreiðrin frekar hátt uppi og í grenitrjám getur það verið 4-5 m frá jörðinni. Hún er að öllu leyti farfugl hérna á Íslandi enda er hún sérhæfð skordýraæta og lítið er af skordýrum á Íslandi yfir vetrartímann. Þær koma venjulega til landsins í maí þótt fyrstu fuglarnir komi jafnvel upp úr miðjum apríl. Þær fljúga síðan til Vestur-Afríku á haustin og eru venjulega allir fuglar farnir í síðasta lagi í september. Það er ekki hægt að segja að maríuerla sé beint hljóðlátur fugl en hljóðið er engu að síður fjörlegt og vinalegt.

Skylt efni: fuglinn

Prjónavetri lýkur
Líf og starf 10. apríl 2025

Prjónavetri lýkur

Íslenskur prjónaiðnaður hættir aldrei að vera móðins enda hefur Listasafn Sigurj...

Falleg sumarpeysa
Líf og starf 9. apríl 2025

Falleg sumarpeysa

Falleg peysa fyrir sumarið, prjónuð úr DROPS Muskat eða DROPS Belle sem er á 30%...

Bændablaðið á Suðurskautinu
Líf og starf 8. apríl 2025

Bændablaðið á Suðurskautinu

Hjörleifur Jóhannesson flugstjóri greip Bændablaðið með sér á Suðurskautslandið ...

Búvörusýning í Reykjavík
Líf og starf 8. apríl 2025

Búvörusýning í Reykjavík

Snemma árs 1984 hófst samstarf mjólkurdagsnefndar og markaðsnefndar landbúnaðari...

Dropinn holar steininn
Líf og starf 7. apríl 2025

Dropinn holar steininn

Eins og áður hefur komið fram er tískuiðnaðurinn mikill skaðvaldur náttúrunnar. ...

Alþjóðlegt skákmót í Mývatnssveit
Líf og starf 3. apríl 2025

Alþjóðlegt skákmót í Mývatnssveit

Helgina 15.-16. mars fór fram alþjóðlegt skákmót í félagsheimilinu Skjólbrekku í...

Kvöldmatur á korteri með íslensku lambakjöti
Líf og starf 2. apríl 2025

Kvöldmatur á korteri með íslensku lambakjöti

Matreiðslukeppni fyrir áhugakokka var haldin á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. m...

Ferðin á Heimsenda
Líf og starf 31. mars 2025

Ferðin á Heimsenda

Leikfélag Blönduóss, sem var endurvakið eftir níu ára dvala fyrir tveimur árum, ...