Massey Ferguson til skreytinga
Nemendur í 5. bekk í Egilsstaðaskóla, saumuðu sér á dögunum sundpoka í textílmennt.
Þeir þurftu ekki að velta lengi fyrir sér hvernig þeir vildu skreyta sundpokana sína því ekki kom annað til greina en að merkja pokana með vörumerki Massey Ferguson.
Þeir eru enda sammála um að það sé langbesta dráttarvélategundin. Þeir piltarnir eiga ekki langt að sækja áhuga sinn og aðdáun á dráttarvélum, en Fannar Blær býr á Hjartarstöðum í Eiðaþinghá og Kristmundur Karl er ættaður úr Hjaltastaðarþinghánni og hjálpar gjarnan til í búskapnum hjá ömmu sinni og afa í Laufási.