Matarkista uppsveita
Margt var um manninn á uppskeruhátíðinni Matarkistunni í Hrunamannahreppi laugardaginn 3. september.
Bændur og fyrirtæki buðu heim, hægt var að fræðast um fjölbreytta framleiðslu og starfsemi Hrunamanna. Í félagsheimilinu fór fram markaður með matvælum og handverki. Nóg var af uppákomum, s.s. golfmót, leikir og list. Uppskera garðyrkjubænda var að vonum áberandi enda uppskera hinna ýmsu grænmetistegunda í hámarki. Hér eru svipmyndir frá hátíðinni.