Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Nemendur Menntaskólans í Kópavogi saman komnir í grænmetisgarði með ferskt og fallegt grænmeti, alsælir með heimsóknir sínar til garðyrkjubænda.
Nemendur Menntaskólans í Kópavogi saman komnir í grænmetisgarði með ferskt og fallegt grænmeti, alsælir með heimsóknir sínar til garðyrkjubænda.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 15. október 2024

Matreiðslunemar heimsóttu garðyrkjubændur

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sölufélag garðyrkjumanna bauð matreiðslu nemendum í Menntaskólanum í Kópavogi í heimsókn til garðyrkjubænda á Suðurlandi á dögunum.

„Tilgangur ferðarinnar var að kokkanemar fengju að kynnast ræktuninni frá fyrstu hendi, það er að segja að fá fróðleik og kynningu frá okkar garðyrkjubændum, sem eru virkilega ánægðir að fá nemendur í heimsókn. Það var svo gaman að finna hvað nemendurnir voru áhugasamir um það sem fyrir augu þeirra bar. Þar sem þau eru í kokkanámi hafa þau mikinn áhuga á mat og allt sem tengist honum. Vilja smakka á öllu og læra meira,“ segir Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri hjá sölufélaginu.

Hópurinn heimsótti sjö garðyrkjustöðvar en farið var í Garðyrkjustöðina Kinn í Hveragerði, Garðyrkjustöðina Heiðmörk í Laugarási, Flúðasveppi og einnig í útigarða Jörfa við Hvítárholt, Friðheima í Reykholti og svo var endað á Garðyrkjustöðinni Ártanga í Grímsnesi. Kristín Linda segir að það hafi verið mikil ánægja með ferðina.

„Það kom þeim á óvart hversu umfangsmikil íslensk grænmetisræktun er og hversu flókið það getur verið að rækta grænmeti til að geta fengið góða og mikla uppskeru. Það er okkur mikil ánægja að eiga svona gott samstarf við skólann og geta átt kost á að fræða og kynna okkar starfsemi fyrir nemendur.“ 

8 myndir:

Staða harmonikunnar sterk
Líf og starf 30. desember 2024

Staða harmonikunnar sterk

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur úti starfi fyrir harmonikuunnendur, sa...

Nýr heimsmeistari í skák
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Domm...

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu
Líf og starf 27. desember 2024

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu

Á seinni hluta nítjándu aldar hófu kvenfélög að stinga upp kolllinum hérlendis, ...

Jólin komu snemma fyrir norðan
Líf og starf 27. desember 2024

Jólin komu snemma fyrir norðan

Það mátti greina spennu og tilhlökkun í augum Þingeyings sem óðamála sagði umsjó...

Sinn er siður í landi hverju
Líf og starf 27. desember 2024

Sinn er siður í landi hverju

Líkt og Íslendingar eiga Grænlendingar og Færeyingar sér sterkar jólahefðir sem ...

Ár umbreytinga og innsæis
Líf og starf 27. desember 2024

Ár umbreytinga og innsæis

Eins og siður er kastaði völva Bændablaðsins beinum sínum og opnaði fyrir flæði ...

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...