Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Megintilgangurinn að breiða út fegurð sauðkindarinnar
Líf og starf 8. desember 2020

Megintilgangurinn að breiða út fegurð sauðkindarinnar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Lambadagatal Ragnars Þorsteinssonar, sauðfjárbónda og ljósmyndara í Sýrnesi í Aðaldal, er komið út og er það í sjöunda sinn sem hann sendir frá sér sérstakt lambadagatal.

Ragnar hefur veg og vanda að útgáfunni líkt og undanfarin ár, hann tekur flestar myndanna á búi sínu í Sýrnesi og vinnur að auki við uppsetningu og hönnun dagatalsins, sér um fjármögnun þess og dreifingu. Samkvæmt venju eru ljósmyndirnar teknar á sauðburði frá árinu áður, þ.e.a.s. á Lambadagatali 2021 eru allar myndirnar teknar á sauðburði 2020 og endurspegla því líka veðurfarið á þeim árstíma.

Fallegt með þjóðlegum fróðleik

Að venju prýða dagatalið stórar andlitsmyndir af fallegum, marglitum, nýlega fæddum lömbum í náttúrulegu umhverfi. Dagatalið er í A4 stærð og er hver mánuður á einni blaðsíðu. Það er gormað með upphengju og því auðvelt að hengja það upp þar sem hentar. Á það eru merktir allir hefðbundnir helgi- og frídagar. Einnig eru merkingar fyrir fánadaga, komu jólasveinanna, gömlu mánaðaheitin og ýmsa aðra daga er tengjast sögu lands og þjóðar. Dagatalið er því ekki bara fallegt heldur líka  gagnlegt með sínum þjóðlega fróðleik. 

Finn velvild í garð sauðfjárbænda

Lambadagatölin hafa hlotið góðar viðtökur undanfarin ár og vinahópur Facebook-síðunnar Lamba Lamb er nú rétt að ná þúsund manns. Útgáfan hefur verið fjármögnuð á Karolina Fund þar sem þau eru keypt í forsölu. Að sögn Ragnars er megintilgangur útgáfunnar „að breiða út sem víðast, fegurð og fjölbreytni íslensku sauðkindarinnar. Það er líka mjög svo skemmtilegt og gefandi að standa í þessu og finna þá miklu velvild sem er meðal fólks til okkar sauðfjárbænda og íslensku sauðkindarinnar en hún hefur fætt okkur og klætt í gegnum aldirnar og án hennar værum við ekki til sem þjóð í dag,“ segir hann. 

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...