Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Helgi Kjartansson, varaformaður SASS afhenti Magnúsi J. Magnússyni verðlaunin og viðurkenninguna.
Helgi Kjartansson, varaformaður SASS afhenti Magnúsi J. Magnússyni verðlaunin og viðurkenninguna.
Mynd / SASS
Líf og starf 9. febrúar 2022

Menntaverðlaun Suðurlands afhent í fjórtánda sinn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Menntaverðlaun Suðurlands 2021 voru afhent í fjórtánda sinn fimmtudaginn 13. janúar síðastliðinn. Alls bárust átta tilnefningar til verðlaunanna.

Magnús J. Magnússon, fyrrverandi skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, hlaut verðlaunin fyrir framlag sitt til eflingar leiklistarstarfs meðal grunnskólanema.

Það eru Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), sem veita verðlaunin á hverju ári. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi, sem um leið er hvatning til frekari dáða.

Verðlaunahafinn 2021 hefur í áratugi stýrt leiklistarkennslu í þeim skólum sem hann hefur starfað við. Ásamt því að vera skólastjóri, stýrði Magnús leikhópnum „Lopa“, sem er nemendaleikhópur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Auk þess hefur hann nýtt leiklistina til að efla samskipti og samskiptahæfni í bekkjum skólans, sem hefur eflt nemendur og styrkt þá í félagsfærni og samskiptum, svo eitthvað sé nefnt af því sem Magnús hefur gert. 

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...