Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
ML-sveitin sýnir og sannar að aldur er engin fyrirstaða er kemur að keppnisbridds.
ML-sveitin sýnir og sannar að aldur er engin fyrirstaða er kemur að keppnisbridds.
Mynd / ML
Líf og starf 22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Tvö Íslandsmót í bridds fóru fram um síðustu helgi. Annars vegar var keppt í sveitakeppni eldri spilara og hins vegar tvímenningi í sama aldursflokki.

Tvímenninginn unnu Björn Eysteinsson og Guðmundur Sv. Hermannsson. 

Sveitakeppnina vann sveit Gauksins, þau Aðalsteinn Jörgensen, Sverrir Gaukur Ármannsson, Svala Pálsdóttir og Rosemary Shaw. Aðalsteinn og Sverrir unnu einnig bötlerinn.

Í flokki 70 ára og eldri vann ML-sveitin gullið líkt og um langt árabil. Liðið er skipað gömlum nemendum úr ML og tveimur fyrrverandi skólameisturum svo nokkuð sé nefnt!

Í lokaumferðinni reyndu liðsmenn Gauksins, þær Svala og Rosemary, að vinna fjögur hjörtu,skásta geimið á 4-3 fittið.

Svala spilaði spilið og eftir að vörnin tók þrjá fyrstu slagina í tígli var skipt yfir í spaða. Svala hugsaði sig aðeins um en setti svo ás. Svínaði laufi og það gekk. Nú þurfti ekki annað en að trompið lægi 3-3 til að 420 stig lægju á borðinu. 4-2 legan þýddi þó að spilið fór niður.

Sagnir afhjúpuðu veikleika í tígli og 4 hjörtu er mun skárra geim en 3 grönd, sem væru nánast vonlaus jafnvel í 4-3 legunni. Þótt báðar svörtu
svíningarnar myndu heppnast sem þær gera ekki.

Þeir sem spila hálitageim á 4-3 fitt í sambærilegum höndum eru iðulega lengra komnir. Byrjendur hafa vonandi gagn að svona pælingum. 

Vestur gefur/enginn á hættu:

Staða harmonikunnar sterk
Líf og starf 30. desember 2024

Staða harmonikunnar sterk

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur úti starfi fyrir harmonikuunnendur, sa...

Nýr heimsmeistari í skák
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Domm...

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu
Líf og starf 27. desember 2024

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu

Á seinni hluta nítjándu aldar hófu kvenfélög að stinga upp kolllinum hérlendis, ...

Jólin komu snemma fyrir norðan
Líf og starf 27. desember 2024

Jólin komu snemma fyrir norðan

Það mátti greina spennu og tilhlökkun í augum Þingeyings sem óðamála sagði umsjó...

Sinn er siður í landi hverju
Líf og starf 27. desember 2024

Sinn er siður í landi hverju

Líkt og Íslendingar eiga Grænlendingar og Færeyingar sér sterkar jólahefðir sem ...

Ár umbreytinga og innsæis
Líf og starf 27. desember 2024

Ár umbreytinga og innsæis

Eins og siður er kastaði völva Bændablaðsins beinum sínum og opnaði fyrir flæði ...

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...