Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Spriklandi fiskur í túrkisbláu fersku hafi og hvítar óspilltar strandlengjur á sallarólegri smáeyjunni La Graciosa. Íbúar þess hafa veitt öllum hugmyndum um uppbyggingu á massívum ferðamannastað viðnám og virðast hafa haft erindi sem erfiði.
Spriklandi fiskur í túrkisbláu fersku hafi og hvítar óspilltar strandlengjur á sallarólegri smáeyjunni La Graciosa. Íbúar þess hafa veitt öllum hugmyndum um uppbyggingu á massívum ferðamannastað viðnám og virðast hafa haft erindi sem erfiði.
Mynd / ghp
Líf og starf 14. febrúar 2022

Náðugir dagar fjarri ferðamannaös

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sú hugmynd að Kanaríeyjaklasinn sé eingöngu svæði fyrir klénar sólarlandaferðir er misskilningur. Eyjarnar átta búa yfir land­fræði­legri og menningarlegri fjölbreytni sem kom þröngsýnum ferðamanni í opna skjöldu á dögunum. Hér verður fjallað um nýjustu sjálfstæðu eyju klasans, La Graciosa.

La Graciosa er við fyrstu sýn hálfgerður hólmi, staðsett um 2 kílómetrum norður af Lanzarote. Flatarmál eyjunnar er tæpir 29 ferkílómetrar að stærð, um 8 km að lengd og 4 km á breidd. Eina aðgengið að eyjunni er með hálftímalangri ferjuferð frá norðurodda Lanzarote.

Þrátt fyrir að vera eldfjallaeyja er eyjan harla ólík Íslandi. Jarðvegurinn er þurr, eyjan er sendin og gróður rýr. Ekkert náttúrulegt vatnsból er á eyjunni, en frá árinu 2001 hefur vatni verið dælt frá Lanzarote, íbúum þess til mikillar lífsgæðaaukningar.

La Graciosa er við fyrstu sýn hálfgerður hólmi, staðsett um 2 kílómetrum norður af Lanzarote. Flatarmál eyjunnar er tæpir 29 ferkílómetrar að stærð, um 8 km að lengd og 4 km á breidd.

Friðland til sjós og lands

Eyjan er hluti af litlum eyjaklasa, Chinijo Archipelago, sem samanstendur af fjórum litlum óbyggðum hólmum auk La Graciosa. Eyjan er auk þess á heimsminjaskrá Unesco sem hluti af friðlýsta þjóðgarðinum Parque Natural del Archipielago Chinijo. Friðunin kemur til vegna forvitnilegrar sköpunar eyjanna, sem eru nánast eingöngu byggðar úr basaltefnum á þremur eldfjallastigum.

La Graciosa er friðuð og á heimsminjaskrá Unesco sem hluti af Chinijo Archipelago eyjaklasanum. Eyjan er þurr og sendinn og gróður rýr.

Mikið er lagt í að varðveita umhverfi gróðurs og dýralífs eyjanna og sér í lagi vistkerfi sjávarins í kringum þær. Vegna sérstöðu sinnar er eyjunni því settar ákveðnar skorður þegar kemur að mannvirkjagerð og umgengni.

Erfið lífsskilyrði

Grunnur búsetu á eyjunni nær aftur til 19. aldar, er þangað fluttu nokkrir íbúar Lanzarote sem stunduðu fiskveiðar og verkun. Lífsskilyrði á eyjunni voru framan af erfið, þar var ekkert rennandi ferskt vatn, jarðvegurinn og veðurskilyrði ekki til þess fallin að standa í landbúnaðarframleiðslu og sigla þurfti því til Lanzarote til að versla með fisk og snúa aftur með vatn og nauðsynleg matvæli.

Byggingarstíllinn er í takt við sjávarþorp Miðjarðarhafs, lágreist hvít hús, mörg hver innrömmuð með bláum litum

Ekkert malbik 

Aðeins örlítil byggð er á eyjunni, sjávarþorpið Caleta de Sebo á suðausturhluta eyjunnar, og þar búa um 700 íbúar hennar.Þorpið samanstendur af nokkrum lágreistum hvítum rað- húsum, dæmigerður arkitektúr Miðjarðarhafsþorpa. Þar er ekkert malbik, götur þorpsins er sandur og vélknúin ökutæki eru takmörkuð við örfáa jeppa með leyfi í sérstökum tilgangi. Besta leiðin til að ferðast um eyjuna er því fótgangandi eða á fjallareiðhjóli, sem hægt er að leigja á staðnum.

Ekkert fast slitlag er á eyjunni, götur þorpsins er sandur og vélknúin ökutæki takmörkuð við örfáa jeppa með leyfi í sérstökum tilgangi.

Í tímans rás hafa lífsskilyrði íbúa á La Graciosa batnað til muna, innviðir og þjónusta hafa styrkst og eyjan er nú lágstemmdur áfangastaður þar sem hægt er að njóta stórkostlegra strandlengja, ferskra fiskirétta og sólríkrar einveru. Um 25.000 ferðamenn leggja leið sína þangað ár hvert. Til samanburðar eru árlegir gestir Tenerife um 5 milljónir.

Gestir eyjunnar geta búist við að eiga heila einkastrandlengju út af fyrir sig ef svo ber undir. Það var í það minnsta raunin hjá þessari ungu flökkukind

Einstök kyrrð

Aðdráttarafl eyjunnar eru óspilltar strandlengjurnar sem eru fáfarnar og fallegar. Hvítur sandur með bláu hafi og spriklandi fiskum í sjónum bæta svo sannarlega upp fyrir skort á innviðum. Flestir ferðamenn koma þangað í dagsferðir frá nágrannaeyjunni. Gistiaðstaðan er takmörkuð við tvo þjónustuaðila en hægt er að tjalda á svæði í jaðri þorpsins. Eyjan dregur aðallega að sér veraldarvana Evrópubúa á besta aldri sem dvelja þar langdvölum, auk reytings af brimbrettafólki og köfurum en bæði öldur og neðansjávarlíf er sögð vera á heimsmælikvarða.

Íbúar höfnuðu spilavíti

Eftir áralanga baráttu fyrir sjálfstæði eyjunnar frá Lanzarote fengu íbúar hennar loks því framgengt árið 2018 og var þar með opinberlega áttunda eyja Kanaríeyja, yngsta sjálfstjórnarríki eyjaklasans, og vakti það þó nokkra athygli utan landsbyggðarmiðlanna.

Eina aðgengið að La Graciosa er með hálftímalangri ferjuferð frá norðurodda Lanzarote sem sést hér í fjarlægð

Þótti sumum íbúum athyglin óþægileg því áhyggjur af einhvers konar ferðamannaflóði vakti með þeim ugg. Innviðir hennar myndu aldrei ráða við fjölda fólks og það sem verra er, slíkt gæti spillt ósnortinni fegurð eyjarinnar og þeirri stemningu sem friðsældinni fylgir.

Sagt er að á tímabili hafi fjár- festar verið á þeim buxunum að byggja spilavíti á eyjunni og tengja það með kláfi við nágrannaríkið Lanzarote. Hugmyndin mætti mikilli mótstöðu og náði því ekki fram að ganga. Íbúar halda fast í gildi þess að hafa eyjuna fáfarna og óspillta og vilja því ekki bjóða upp á einhvers konar uppfærslu. Til þess eru nágrannaeyjarnar.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...