Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Alls eru 13 íbúðir í byggingu í sveitarfélaginu og þær eru bæði á Hvammstanga og í sveitunum.
Alls eru 13 íbúðir í byggingu í sveitarfélaginu og þær eru bæði á Hvammstanga og í sveitunum.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 7. mars 2022

Næg vinna í sveitarfélaginu en vantar fleiri íbúðir

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Íbúðarhúsnæði hefur verið byggt af kappi í Húnaþingi vestra undanfarin ár, en þrátt fyrir það er mikil uppsöfnuð þörf þegar kemur að framboði á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu. Framboð af lóðum er gott þó svo mörgum lóðum hafi verið úthlutað.

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri segir að vegna mikillar eftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði nú hafi sveitarstjórn samþykkt tímabundna heimild til að fella niður gatnagerðargjöld á níu lóðum á Hvammstanga og tveimur á Laugabakka. Íbúum í Húnaþingi vestra hafi fjölgað stöðugt síðustu ár og bendi allt til að framhald verði þar á. Næg vinna sé í sveitarfélaginu en tímabundinn húsnæðisskortur geti haft áhrif.

Uppsöfnuð húsnæðisþörf
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra.

Nýverið samþykkti Húnaþing vestra húsnæðisáætlun fyrir sveitarfélagið, en hlutverk slíkra áætlana er að draga upp mynd af því hver staða húsnæðismála sé í sveitarfélögum, greina framboð og eftirspurn eftir margvíslegum húsnæðisformum og setja fram áætlun um á hvern hátt sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf, bæði til lengri og skemmri tíma.

Mikil uppsöfnuð húsnæðisþörf er í Húnaþingi vestra og kemur hún ekki fram í áætluninni, að sögn Ragnheiðar Jónu. Gert er ráð fyrir að uppsöfnuð þörf sé um það bil sex íbúðir umfram áætlunina. Fram kemur í áætluninni að 13 íbúðir eru í byggingu í sveitarfélaginu, þær eru bæði á Hvammstanga og í sveitunum. Áframhaldandi uppbygging er fram undan og stefnt er á að byggja fjórar íbúðir í samvinnu við Bríet á árinu 2022. „Miðað við núverandi þörf mun það ekki nægja til að koma á móts við hana,“ segir hún.

Nú í upphafi árs úthlutaði byggðarráð fjórum lóðum undir íbúðarhúsnæði og fyrr í vetur var þremur lóðum úthlutað undir íbúðarhúsnæði svo óhætt er að segja að uppbyggingin haldi áfram á þessu ári.

Byggt við grunnskólann

Fjölgun fólks í sveitarfélaginu kallar á sterkari innviði að sögn Ragnheiðar Jónu sem nefnir að nú standi yfir framkvæmdir við Grunnskóla Húnaþings vestra þar sem verið er að byggja rúmlega 1200 fermetra viðbyggingu.

Hluti byggingarinnar var tekinn í notkun á liðnu hausti, en þar er eldhús, fjölnota salur, frístund, skrifstofur og Tónlistarskóli Húnaþings vestra. Lokið verður við bygginguna á komandi vori og bætast þá við skólastofur og vinnuaðstaða kennara. „Með tilkomu byggingarinnar verður öll aðstaða til skólastarfs orðin til fyrirmyndar.“

Ragnheiður Jóna bendir á að mikilvægt sé að bregðast við bæði uppsafnaðri þörf og einnig framtíðarþörf fyrir húsnæði í sveitarfélaginu, einkum á Hvammstanga, sem sé þjónustukjarni Húnaþings vestra.

Alls eru 13 íbúðir í byggingu í sveitarfélaginu og þær eru bæði á Hvammstanga og í sveitunum.

Fjölbreytt atvinnulíf stuðlar að jákvæðri byggðaþróun

Helstu atvinnuvegir í héraðinu eru landbúnaður og þjónusta. Fæðingarorlofssjóður er staðsettur á Hvammstanga, einnig er öflugur rannsóknaklasi þar sem Selasetur Íslands, Háskólinn á Hólum, Náttúrustofa Norðurlands og Hafrannsóknastofnun stunda rannsóknir.

Ferðaþjónusta hefur vaxið síðustu ár með margvíslegum afleiddum störfum sem skapar fjölbreyttara atvinnulíf og laðar að fleira fólk. Borgarvirki, Hvítserkur og Kolugljúfur hafa aðdráttarafl og þá er öflug selaskoðun í boði í sveitarfélaginu.

Fjölbreytt atvinnulíf stuðlar að jákvæðari byggðaþróun

Fjöldi lítilla fyrirtækja í þjónustu og iðnaði er hlutfallslega mikill miðað við íbúafjölda og er Húnaþingi vestra mikilvægur þar sem rétt er að nefna prjónastofuna Kidku sem framleiðir hágæða prjónavöru. „Fjölbreytt atvinnulíf stuðlar að jákvæðri byggðaþróun,“ segir sveitarstjórinn og bendir á að á Hvammstanga sé sláturhús, verslun, ýmiss konar iðnaður og heilsugæslustöð. Mikið sé um sjálfstætt starfandi verktaka á svæðinu enda þjónusta af margvíslegu tagi stór þáttur í atvinnustarfseminni.

Nýlega var skrifstofusetur tekið í notkun á Hvammstanga og er sveitarfélagið í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra í viðræðum við stofnanir um fjarvinnslustörf. „Það er því enn meiri þörf á að sinna uppbyggingu húsnæðis af krafti því áhugi fyrir samstarfinu er fyrir hendi,“ segir Ragnheiður Jóna. Sveitarfélagið hefur lokið ljósleiðaravæðingu í dreifbýli og er um 60% íbúa á Hvammstanga með ljósleiðara sem gefur tækifæri til uppbyggingar á fjölbreyttri atvinnustarfsemi.

„Íbúar sveitarfélagsins hafa tekist á við margs konar áskoranir síðastliðin ár og hafa staðið það af sér með samstöðu og framsýni. Unga fólkið er að snúa heim og vill búa sér framtíð í sveitarfélaginu. Framtíðin er því björt í Húnaþingi vestra,“ segir sveitarstjórinn.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...