Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Tómas Veigar Sigurðarson.
Tómas Veigar Sigurðarson.
Líf og starf 18. október 2024

Öruggur sigur án vandræða

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Tómas Veigar Sigurðarson, nemi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, tók þátt í opna Íslandsmótinu í skák á Akureyri árið 2019.

Á mótinu tefldu nokkrir erlendir skákmenn, bæði stórmeistarar og keppendur af öllum styrkleikum. Tómas hafði svart gegn Þjóðverja nokkrum að nafni Ansgar Barthel sem þá var nokkuð stigahærri en Tómas, en það kom ekki að sök.

Íslandsmót skákfélaga

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga fór fram í Rimaskóla í Reykjavík helgina 4.–6. október. Skákfélög af öllu landinu taka þátt í mótinu sem er með deildarskiptu fyrirkomulagi, ekki ósvipað og tíðkast í boltaíþróttum.

Sterkustu liðin eru í Úrvalsdeild og svo eru 4 aðrar deildir. Alls tóku þátt um 450 skákmenn þátt í mótinu á öllum aldri og er þetta einn af hápunktunum í íslensku skákstarfi. Fjallað verður um það mót í næsta skákpistli.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Umsjón: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Svartur á leik. 33.....Df5 skák...og hvítur gafst upp. Það er sama hvert hvíti kóngurinn fer. Ef hann fer á h2 kemur skák með riddara á f3 og drottning hvíts fellur í næsta leik. Ef hann fer á g3 eða g2 kemur skák frá hrók á g1. Hvítur getur vissulega drepið hrókinn með drottningu en þá fellur hún í staðinn og eftirleikurinn verður auðveldur fyrir svartan enda þá með drottningu og riddara gegn hrók.

Staða harmonikunnar sterk
Líf og starf 30. desember 2024

Staða harmonikunnar sterk

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur úti starfi fyrir harmonikuunnendur, sa...

Nýr heimsmeistari í skák
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Domm...

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu
Líf og starf 27. desember 2024

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu

Á seinni hluta nítjándu aldar hófu kvenfélög að stinga upp kolllinum hérlendis, ...

Jólin komu snemma fyrir norðan
Líf og starf 27. desember 2024

Jólin komu snemma fyrir norðan

Það mátti greina spennu og tilhlökkun í augum Þingeyings sem óðamála sagði umsjó...

Sinn er siður í landi hverju
Líf og starf 27. desember 2024

Sinn er siður í landi hverju

Líkt og Íslendingar eiga Grænlendingar og Færeyingar sér sterkar jólahefðir sem ...

Ár umbreytinga og innsæis
Líf og starf 27. desember 2024

Ár umbreytinga og innsæis

Eins og siður er kastaði völva Bændablaðsins beinum sínum og opnaði fyrir flæði ...

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...