Öruggur sigur án vandræða
Tómas Veigar Sigurðarson, nemi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, tók þátt í opna Íslandsmótinu í skák á Akureyri árið 2019.
Á mótinu tefldu nokkrir erlendir skákmenn, bæði stórmeistarar og keppendur af öllum styrkleikum. Tómas hafði svart gegn Þjóðverja nokkrum að nafni Ansgar Barthel sem þá var nokkuð stigahærri en Tómas, en það kom ekki að sök.
Íslandsmót skákfélaga
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga fór fram í Rimaskóla í Reykjavík helgina 4.–6. október. Skákfélög af öllu landinu taka þátt í mótinu sem er með deildarskiptu fyrirkomulagi, ekki ósvipað og tíðkast í boltaíþróttum.
Sterkustu liðin eru í Úrvalsdeild og svo eru 4 aðrar deildir. Alls tóku þátt um 450 skákmenn þátt í mótinu á öllum aldri og er þetta einn af hápunktunum í íslensku skákstarfi. Fjallað verður um það mót í næsta skákpistli.
Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.
Umsjón: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is