Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Reynt við met í slætti á „ósléttu“ túni
Líf og starf 4. ágúst 2015

Reynt við met í slætti á „ósléttu“ túni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Pólski landbúnaðartækja­framleiðandinn Samasz stefnir að því að komast í Heimsmetabók Guinness fyrir slátt á óslettu túni. Mettilraunin fór fram 2. júlí síðastliðinn, þegar slegnir voru 96,29 hektarar á 8 klukkutímum.

Áskorunin var töluverð, þar sem um var að ræða óslétt tún. Verkið hófst klukkan 10 árdegis. Til verksins var notuð 9,4 metra breið sláttuvélasamstæða MegaCUT, sem samanstendur af einni KDF 340 framsláttuvél og tveimur KDD 941 afturvélum. Þetta er sláttusamstæða fyrir stór tún.

Við framkvæmd mettilraunarinnar var samstæðan frá Samasz tengd við Detuz-Fahr Agrotron 7250 dráttarvél rúmlega 250 hestöfl.

Undirbúningurinn að mettilrauninni stóð í hálft ár

Í upphafi var ætlunin að framkvæma slátt á sem mestum aksturshraða eingöngu, en frá því var horfið og ákveðið að horfa einnig til skilvirkni samstæðunnar og gæða sláttunnar. Haft var samband við Heimsmetabók Guinness um leið og leit að nógu stóru túni hófst.

Er þetta í fyrsta skipti sem svona mettilraun fer fram. Dómnefnd Guinness heimsmetabókarinnar setti fram ýmis skilyrði sem uppfylla yrði til að mettilraunin teldist marktæk. Skilyrði lutu meðal annars að sláttutíma, lágmarks graslengd og lágmarks flatarmáli sem slegið yrði. Við vali á túni var valið sem samsvaraði venjulegu túni hjá venjulegum bónda og valin sex samliggjandi tún, samtals 109 hektarar að flatarmáli.


Mettilraunin byrjaði vel og var fyrsta túnið slegið á meðalhraðanum 17 hekturum á klukkustund en lágmarks krafa voru 12 hektarar á klukkustund.

Tvö óháð vitni

Mettilraunin var gerð í viðurvist tveggja óháðra vitna sem sendu niðurstöðurnar til Heimsmetabókar Guinness til staðfestingar. Stærð slegins flatarmáls var mælt af viðurkenndum landmælingamönnum.

Mettilraunin gekk áfallalaust fyrir sig fram að síðasta korteri tilraunarinnar en þá lenti framsláttuvélin í stóru barði og menn hræddir um að vélin hefði skemmst og að ekki yrði hægt að klára tilraunina. Þjónustulið vélarinnar hreinsaði hana svo að hún gat klárað verkefnið.

Að tilrauninni lokinni sýndu mælingar að tekist hefði að slá 96,29 hektara á átta klukkustundum eða meðalhraðanum 16 hektarar á klukkustund. Skilvirknin reyndist vera 15,32 hektarar á klukkustund þegar dreginn hafði verið frá tími við snúninga og ferðir milli túna. Dráttarvélin eyddi 29,2 lítrum á tímann eða 1,9 lítrum á sleginn hektara.
Niðurstöður mettilraunarinnar hafa verið sendar til staðfestingar til Heimsmetabókar Guinness og er niðurstaðna að vænta fljótlega.

Í framhaldinu hefur sá möguleiki verið ræddur að setja met í 24 klukkustunda slætti. Sú tilraun þyrfti að fara fram annars staðar en í Póllandi þar sem tún eru ekki nógu stór þar. Yrði væntanlega að leita til Hvíta-Rússlands, en þar munu finnast tún sem gætu uppfyllt stærðarkröfur.

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...