Safnað fyrir Einstök börn
Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli fyrir fullu húsi áhorfenda.
Hin árlega stóðhestasýning er gjarnan nýtt til fjáröflunar fyrir góð málefni og í ár varð fyrir valinu Einstök börn, stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Söfnunin fer að mestu leyti fram á viðburðinum sjálfum þegar boðnir eru upp folatollar og seldir eru happdrættismiðar, sem gefa möguleika á flugmiðum og folatollum. Enn er hægt að kaupa happdrættismiða gegnum netfangið maggiben@gmail.com en dregið verður út þann 1. maí. Meðfylgjandi eru myndir af sjónarspili Stóðhestaveislunnar fangaðar af ljósmyndaranum Henk Peterse.