Saga Gunnarsholts á Rangárvöllum
Bókaforlagið Sæmundur hefur nýverið gefið út bók Sveins Runólfssonar, fyrrverandi landgræðslustjóra, Saga Gunnarsholts á Rangárvöllum, og var útgáfuteiti haldið í Gunnarsholti af því tilefni.
Sveinn bjó í Gunnarsholti í nær sjö áratugi, þar af í 44 ár sem landgræðslustjóri. Í bókinni rekur hann sögu jarðarinnar. Á árunum undir lok nítjándu aldar geisuðu sandstormar á Rangárvöllum, torfþök rifnuðu af lágreistum bæjum og fylltist Reyðarvatn af sandi.
Með tímanum tókst að breyta sandauðninni í Gunnarsholti í ræktarland, landið var endurreist og þau miklu landgæði sem þar voru. Það var gert með því að girða og friða sandfokssvæði fyrir búfjárbeit, hlaða sandvarnargarða og sá melgresi.