Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Saltfiskur frá Íslandi nýtur mikilla vinsælda á Spáni, Ítalíu, Grikklandi og Portúgal
Líf og starf 2. nóvember 2021

Saltfiskur frá Íslandi nýtur mikilla vinsælda á Spáni, Ítalíu, Grikklandi og Portúgal

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Salftfiskur til framtíðar“ er eitt af þeim spennandi verkefnum, sem fékk nýlega úthlutað myndarlegum styrk frá Matvælasjóði. Markmið verk­efnisins er að stuðla að aukinni verðmætasköpun með því þróa og besta aðferðarfræði við útvötnun á saltfiski miðað við núverandi framleiðsluhætti.

Í dag er saltfiskur sem er verkaður hér á landi að mestu fluttur til Spánar, Ítalíu, Grikklands og Portúgals, hann útvatnaður þar og seldur sem tilbúin neysluvara. Með því að útvatna verkaðan fisk eftir söltun og senda tilbúna neysluvöru úr landi, er möguleiki á að bæta afkomu íslenskra saltfisksframleiðenda, auka heildarnýtingu í framleiðslu, og um leið að koma til móts við kröfur markaðarins.

Verkefnið er samstarfsverk­efni milli Matís, Háskóla Íslands, Þorbjarnar, Vísis og Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna­eyjum. Áætlað er að verkefninu „Saltfiskur til framtíðar“ ljúki í árslok 2022. Við lok verkefnisins verða birtar skýrslur og/eða vísindagreinar um niðurstöður geymsluþolsrannsókna og áhrif söltunaraðferða og samsetningar vatns á útvötnun saltfisks, sem og nýtingu hraðvirkra mæliaðferða.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 25. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gæti átt von á þrálátum veikindum. Hann ætti að gæta vel að sjálfum ...

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...