Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Sjarmi dýrahama
Líf og starf 22. október 2024

Sjarmi dýrahama

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nú með haustinu eru hlébarðamunstraðar flíkur enn og aftur í tísku, enda klassík sem allir ættu að eiga í skápnum.

En hvers vegna eru skinn annarra dýrategunda svona aðlaðandi? Við klæddumst loðfeldum annarra dýra í upphafi til þess að halda á okkur hita og fæla dýr frá því að ráðast á okkur. Dýrahamir voru einnig merki um þor og dug veiðimanna, sýndu öðrum hversu slungnir veiðimenn þeir voru og hversu hátt þeir sátu í virðingarstiganum.

Sú hugsun helst að nokkru í hendur við okkur nútímafólkið sem kýs að klæðast loðfeldum eða skinnum dýra sem á einn eða annan hátt eru fágæt eða hættuleg. Við viljum sýna hversu mikil völd eða auðæfi tilheyra okkur með því að klæðast fágætum varningi sem ekki er á allra færi.

Staða dýrsins sem slíks virðist einnig áhrifavaldur, t.d. hafa kanínupelsar verið vinsælir gegnum tíðina enda kanínur mjúkar og sætar. Minkar og minkapelsar eru vinsælir sömuleiðis enda getur enska orðið minx þýtt unga og aðlaðandi konu sem er aðeins of spennandi ... og hver man ekki eftir tískuhryllingi fyrri ára þegar konur vöfðu heilum úrbeinuðum dauðum dýrum um hálsinn? Hvað svo sem það átti að þýða.

Frá eldisstöð krókódíla í eign Hermès.
Rándýrt leður ...

Skó má fá úr leðri mannætuhákarla og krókódíla, en hið síðarnefnda er eitt dýrasta í heimi. Verðlagið má rekja til þess hve krókódílaleður er fágætt, en einungis er unnið leður af einni tegund krókódíla í heiminum og leðrið sjálft tæplega 1% af leðuriðnaði heimsins. Vanda þarf til verka við vinnslu þess, enda viðkvæmt og á heimsvísu eru fáir staðir sem bjóða upp á sútunaraðstöðu við hæfi í nágrenni dýranna. Virði þessarar lúxusvöru felst svo í því hversu vel skinnið er unnið, hvort ör eða annar skaði á húð sé sjáanlegur.

Áætlað er að um 800 milljónir krókódíla séu aldir á krókódílabúum árlega, einungis vegna húðarinnar. Þetta eru svakalegar tölur, en til að mynda er krókódílarækt í Louisanaríki Bandaríkjanna einu saman í kringum 70 milljón dollara iðnaður.

Krókódílaleðurstaska Hermès.

Slík ræktun gæti þótt galin, en þó vilja sumir risar tískuiðnaðarins endilega taka þátt. Til að mynda hóf tískuveldi Hermès að byggja einn stærsta krókódílabúgarð Ástralíu þar sem rækta á yfir 50.000 dýr og húð þeirra notuð í lúxusvörur á borð við handtöskur og skó.

Dýraverndunarsamtök mótmæla slíkum hugmyndum harðlega og hefur PETA m.a. hvatt Hermès til að íhuga stefnu sína auk þess sem áströlsk stjórnvöld hafa hlotið töluverða gagnrýni fyrir þau skilaboð að þeim hugnist eldi villtra dýra og viðskipti með afurðir þeirra.

Loðfeldir
Kápa úr safalafeldi.

Eitt verðmætasta skinn veraldar er feldur marðartegundar sem ber nafnið safali. Feldurinn hefur verið mjög eftirsóttur allt frá miðöldum en hann er bæði ofurmjúkur, þykkur og glansandi. Í dag eru dýrin ræktuð til pelsgerðar, en búa annars friðsamlega í barrskógabelti Asíu.

Önnur verðmætasta tegund skinna er af gaupu sem tilheyrir kattarættinni og hefur búsetu víða á norðurhveli jarðar. Á meðan feldur gaupunnar er fallega flekkóttur þykir feldur af magasvæði dýrsins hvað eftirsóttastur – skjannahvítur með kolsvörtum flekkjum.

Eitt skinn til viðbótar verður að telja alveg rándýrt og kemur af suður- ameríska nagdýrinu Chinchilla sem hefur á íslenskunni m.a. verið nefnt silkikanína þótt það sé í raun ekki kanína. Feldur dýrsins hefur verið eftirsóttur allt frá 19. öld, en í kringum árið 1918 var chincillan komin í útrýmingarhættu. Þeirri þróun var snúið við með nokkru átaki og í dag býr þetta friðsæla nagdýr á friðuðum svæðum um heiminn, nú eða í ræktunarstöðvum þar sem það endar sem loðkápa.

Heimur sátta og samlyndis

Notkun skinna annarra dýra okkur til þægingar hefur löngum verið hitamál. Hvers vegna að drepa þegar engin þörf er á? Þurfum við í alvöru að eiga nagdýrapels og krókódílahandtösku frá Hermès? Ef löngunin er mikil ætti að vera hægt að versla notaðan varning í stað þess að fjárfesta í nýjum og taka þar með eitt lítið skref í átt að heimsmynd þar sem allir búa í sátt og samlyndi, dýr og menn.

Svo verður að athuga að þótt skinn og leður dýraríkisins séu æ fágætari kostur í tískuiðnaðnum hafa vistvænni valkostir skotið upp kollinum í auknum mæli.

Fjölmörg hátískumerki hafa þegar skuldbundið sig til að hætta framleiðslu varnings úr dýraskinnum alfarið á meðan sum, á borð við Chanel og Diane von Furstenberg, hafa kosið að hætta einungis notkun fágætra skinna.

Hraðtískurisinn H&M hefur svo framleitt fjölda nýrra vara með því að nota veganleður úr vínúrgangi auk þess sem Adidas, Kering, Lululemon og Stella McCartney hafa öll verið í samstarfi við líftækniframleiðandann Bolt Threads varðandi vinnslu með sveppaleðri. Eins og áður hefur komið fram á síðum tískunnar reyndar. En þetta er vert til umhugsunar.

Staða harmonikunnar sterk
Líf og starf 30. desember 2024

Staða harmonikunnar sterk

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur úti starfi fyrir harmonikuunnendur, sa...

Nýr heimsmeistari í skák
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Domm...

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu
Líf og starf 27. desember 2024

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu

Á seinni hluta nítjándu aldar hófu kvenfélög að stinga upp kolllinum hérlendis, ...

Jólin komu snemma fyrir norðan
Líf og starf 27. desember 2024

Jólin komu snemma fyrir norðan

Það mátti greina spennu og tilhlökkun í augum Þingeyings sem óðamála sagði umsjó...

Sinn er siður í landi hverju
Líf og starf 27. desember 2024

Sinn er siður í landi hverju

Líkt og Íslendingar eiga Grænlendingar og Færeyingar sér sterkar jólahefðir sem ...

Ár umbreytinga og innsæis
Líf og starf 27. desember 2024

Ár umbreytinga og innsæis

Eins og siður er kastaði völva Bændablaðsins beinum sínum og opnaði fyrir flæði ...

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...